Afmælisgjöfin hans Tryggva

Þessi færsla er ekki kostuð eða samstarf og borgaði höfundur vöruna sjálfur.

Elsku Tryggvi minn (sem þið eruð örugglega alveg að fá uppí kok af því að heyra um, sorry not sorry though) átti 25 ára afmæli núna 11 ágúst síðastiliðinn. Ég er alltaf í veseni með að velja handa honum gjafir því hann einhvern veginn vill ekkert og vantar ekkert og það er bara … OH það er ömurlegt stundum að velja handa honum gjafir.

Ég rakst svo á stelpu á instagram sem kallar sig Anita Art&Design en þið finnið hana á facebook hér. Hún tölvuteiknar myndir og ég varð ástfangin við fyrstu sýn hún er svo hæfileikarík.

IMG_0411

IMG_0336

IMG_0398

 

Aníta er 22 ára gömul og útskrifuð af myndlistabraut í FB. Hún hefur skemmtilegast af því að teikna portrett myndir og hefur undanfarið mikið notað iPad til þess. Hún stefnir á áframhaldandi nám í nánustu framtíð – líklegast í grafískri hönnun.

unnamed-2.jpg

Ég sendi henni mynd af okkur sem ég vildi láta teikna og það liðu ekki nema nokkrir dagar og þá var myndin tilbúin og ég sver – ég hef ekki séð fullkomnari mynd á ævinni. Ég er reyndar búin að hengja myndirnar upp þarna á vegginn og mun ég setja mynd á instagram af því við tækifæri. Mér finnst þetta taka sig ótrúlega fallega út saman (og já, þetta er trommusett í stofunni minni, ég elskaða!).

Processed with VSCO with t1 preset

Processed with VSCO with t1 preset

Þangað til næst!

Ingibjörg.jpg

Þið getið fylgst með mér á instagram hér.

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *