Hulda María verður ársgömul þann 16.06 (getum við bara plís tekið andartak og dáðst að því að ÉG LIFÐI AF FYRSTA ÁRIÐ!) og ég hef fengið þvílíkt margar spurningar útí afmælisgjafir til hennar. Það er öðruvísi með hana en Hólmgeir, hann segir bara hvað hann vill og ég fæ engu ráðið um það (fyrir áhugasama, þá vill hann lego – litlu kubbana sem ég mun bölva ef hann fær því ég MUN stíga ofan á þá og deyja smá að innan). En þar sem hún er ennþá það lítil að hún getur ekki sagt hvað hún vill þá er ég hér með nokkrar hugmyndir um hvað ég held að gæti slegið í gegn.
Við viljum endilega að hún fái frekar fáar góðar gjafir en margar gjafir sem munu ekki nýtast henni.Ég hef heyrt frá fólki að því finnist þetta vera frekja í okkur, við eigm ekki að velja það sem hún fær í afmælisgjöf, en þetta er einfalt. Við þekkjum hana, við vitum hvað hún myndi leika sér með og hvað myndi henta henni. Þess vegna eru tré þroskaleikföng ofarlega á lista eins og t.d kubbar, lest ofl, falleg hnífapör sem hún getur notað og seinna meir gefið sínum börnum, falleg rúmföt og bækur.
Svipaðir kubbar og þessir fást hjá petit.is hér og hér
Þessi rúmföt fást í petit.is hér
Þessi innkaupakarfa ásamt öðru eldhúsdóti sem passar fullkomlega í eldhúsið hennar Huldu Maríu fæst í Ikea hér en þar eru einnig falleg þroskaleikföng.
Bækur fást meðal annars hjá Unga ástin mín bókafélag en þá má finna á facebook hér
Þangað til næst!
Author Profile

-
Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.
Latest entries
Annað2020.02.18Kveðjustund
Uncategorized2019.12.31THE DECADE CHALLENGE
Afþreying2019.12.15TIK TOK – Erum við nógu meðvituð?
Annað2019.12.06ROKK OG RÓMANTÍK ÓSKALISTI
Facebook Comments