Afmælið hans Fannars Mána

Síðastliðinn laugardag héldum við upp á fyrsta afmælið hans Fannars Mána, en hann varð 1 árs þann 6. Október. Ég gæti varla verið ánægðari með daginn, en húsið var fullt af fólki sem gerði daginn svo sannarlega yndislegan.

 

20161008_145751

Ég var búin að undirbúa afmælisveisluna í dágóðan tíma, en það er í raun hægt að segja að ég hafi verið byrjuð að hugsa um hana áður en hann fæddist. Ég elska veislur og allan undirbúning við þær og á það til að týna mér aaaaaðeins í gleðinni og kannski fara aðeins yfir línuna í skreytingum og dúlleríi 😉

Ég byrjaði að pæla að alvöru í hugmyndum þegar hann var u.þ.b. 6 mánaða og skoðaði Pinterest mikið sem og Aliexpress. Ég var með nokkur þemu í huga en langaði samt að bíða með að ákveða þema þar til að nær myndi draga því mig langaði að miða við eitthvað sem hann hefði áhuga á. Ég var þó reyndar strax búin að ákveða að ég vildi vinna svolítið með bláan lit í sambland við eitthvað gott þema. Í sumar þá fann ég út að kisuþema væri málið fyrir afmælið hans. Fannar elskar kisuna okar , eltir hana út um alla íbúð og var “kkkkissss” í raun fyrsta orðið hans. Mér fannst ekkert annað koma til greina, kisuafmæli skyldi hann fá.

Þá hófst hugmyndavinnan, það er því miður ekki mikið úrval til af kisuafmælisdóti fyrir utan Hello Kitty og Köttinn með höttinn, en ég vildi ekki fara í þau þemu. Ég byrjaði á því að kaupa kisulaga smákökuform af Ali og hugsaði að ég fyndi örugglega einhver not fyrir það. Ég keypti líka kisueyru fyrir afmælisbarnið sem og blá cupecake form, ílát fyrir popp og rör. Hugsaði með mér að ég myndi svo bara föndra eitthvað skraut. Þar sem að ég vildi hafa allt blátt þá fann ég mjög fína einlita diska, doppótt glös og servíettur hér heima sem mér fannst passa vel saman og við hugmyndina sem ég var með af borðbúnaði.

Þegar bara mánuður var í afmælið hófst ég handa. Ég byrjaði að baka það sem ég gat og setti í fyrsti, svona til að minnka stressið þegar nær drægi stóra deginum. Mér finnst mjög þægilegt að vinna veislur þannig að ég bý til tímalínu yfir hvað hægt er að gera vikurnar og dagana fyrir veislu og setja í frysti. Þá verður hver veisla rosalega auðvelt í framkvæmd og stressið lítið sem ekkert.

Hér fyrir neðan koma nokkrar myndir úr veislunni, hvaða veitingar ég var með og hvernig ég vann með kisuþemað 🙂

Þegar kom að fara að huga að föndri og skrauti þá byrjaði ég að vinna með pappadiskana, en ég ákvað að föndra kisuandlit úr diskunum, setti eyru og veiðihár á þá.

20161008_133734

Ég bjó til litlar mini pizzur og í stað þess að hafa þær hringlóttar þá ákvað ég að nota kisuformið góða og skera deigið út með þeim.

20161008_133954

 

Ég gerði líka cupcakes og skreytti þær með loppufari sem ég gerði úr smjörkremi.

20161008_133855

Ávaxtaspjótin voru vinsæl en ég notaði einnig kisumótið góða og skar út kisuandlit í vatnsmelónu og setti á toppinn á spjótunum.

20161008_133912

Kvöldið fyrir afmælið þá fannst mér ég ekki vera með nógu mikið af kisutengdu dóti þannig að ég ákvað að gera rice crispies köku í laginu eins og kisuandlit.

20161008_133924

Afmæliskökuna gerði ég sjálf en hún, en hún var í raun frumraun mín í kökuskreytingum og var ég rosalga ánægð með hvernig hún kom út.

20161008_133742
Ég var með skvísur fyrir yngstu börnin og svo skinkuhorn sem kláruðust á augabragði

20161008_134019

20161008_134011

Það sem sló rækilega í gegn var poppið í litlu kössunum og gullfiskarnir í cupcake formunum – því jú kisur eiga það til að vilja veiða gullfiska 😉

20161008_133929

20161008_133957

Þar sem að plássið á borðinu var ekki nóg þá notaði ég skenkinn fyrir það sem komst ekki fyrir sem og drykkjarföng, aukaglös, diska og skeiðar

20161008_134412

 

20161008_133946

Veisluborðið áður en gestirnir mættu.

FB_IMG_1475964658847

Þar sem að ég bjóst við talsverðum fjölda af fólki þá var ég líka með veisluboð, inni í eldhúsi, fyrir fullorðnafólkið.

20161008_134914

20161008_134920

Þegar gestirnir fóru heim þá var ég með litla gjafapoka sem allir krakkarnir fengu, en í stíl við þemað þá var auðvitað líka kisuandlit á þeim. Í pokunum var smá popp og einn sleikjó. Krökkunum fannst voða gaman að fá smá nesti með sér heim.

20161008_135759

Dagurinn var æðsilegur og pinsinn skemmti sér konunglega. Hann var alveg í essinu sínu inni í herberginu sínu með öllum krökkunum sem pössuðu voða vel upp á hann og léku sér með honum.

20161008_153801

20161008_154316

Eftir að síðustu gestirnir fóru sofnaði stubburinn vært í fanginu á mömmu sinni uppgefinn eftir vægast sagt frábæran fyrsta afmælisdag.

20161008_192932

 

hildur-hlin

Author Profile

Hildur Hlín

Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *