Afmælið hans Fannars Mána

IMG_20171008_163053_642

Við héldum upp á tveggja ára afmælið hans Fannars Mána núna í byrjun mánaðarins, en hann átti afmæli þann 6. október. Dagurinn var frábær í alla staði og húsið fullt af fólki sem gerði daginn enn betri.

Ég var búin að undirbúa veisluna í dágóðan tíma, en ég elska veislur og allan undirbúning við þær, týna mér í gleðinni og fara kannski aðeins yfir línuna í skreytingum og dúlleríi 😉

Það var löngu ákveðið að afmælisveislan skyldi hafa þema og kom eiginlega ekkert annað en bílaþema til greina. Fannar er algjör bílakall og langaði mig að hafa veisluna í samræmi við það.

Ég vildi ekki hafa hið týpíska Cars afmæli því ég veit hann vill hafa svoleiðis seinna meir, þannig að kappakstursþema varð fyrir valinu. Ég byrjaði að leita að allskonar kappaksturstengdum afmælisvörum og það var í raun ekki mikið að finna. Ég fann þó kappaksturslegar servíettur, sem og rör og paraði þetta saman með rauðum diskum og rauðum glösum. Svo fann ég nokkra litla skrautmuni á Aliexpress og Amazon og keypti þá, en það voru lítlir fánar, bikarar og borðar.  

Þegar bara mánuður var í afmælið hófst ég handa. Ég byrjaði að baka það sem ég gat og setti í fyrsti, svona til að minnka stressið þegar nær drægi stóra deginum. Mér finnst mjög þægilegt að vinna veislur þannig að ég bý til tímalínu yfir hvað hægt er að gera vikurnar og dagana fyrir veislu og setja í frysti. Þá verður hver veisla rosalega auðveld í framkvæmd og stressið lítið sem ekkert.

Hér fyrir neðan koma nokkrar myndir úr veislunni, skreytingunum og vetingunum 🙂

 

20171007_135344

Veisluborðið

20171007_135332

Afmæliskakan: Ég bakaði bara einfalda skúffuköku og skreytti með smjörkremi og nammi. Mig langaði að gera bílabraut í laginnu eins og 2 og hafa bíla akandi á henni. Pabbinn (sem er akstursíþróttamaður) bætti við bílnum sem er þarna á hvolfi, því hann vildi meina að það þyrfti að vera smá “action” í þessu. Fannari Mána fannst það rosalega fyndið og vildi bara fá sneið með bílnum sem var búinn að velta 🙂

20171007_135354

Bollakökur og rice crispies með fána.

 

20171007_135408

Skinkuhorn, mini pizzur í laginu eins og bílar og ísbar

 

20171007_135325

20171007_152444

Mig langaði að hafa ísbar fyrir krakkana. Ég átti til box úr Tiger sem ætluð eru fyrir nammi og fannst tilvalið að nota þau. Ég keypti svo lítil ísbox og vöffluform sem og skeiðar og var með nokkrar tegundir af íssósum sem krakkarnir gátu valið sér úr. Þessi ísbar sló alveg í gegn.

 

FB_IMG_1507480127117

20171007_151122

Þetta finnst mér svo yndisleg mynd, amman að passa upp á að prinsinn fái eitthvað að borða <3

20171007_141736

Þegar gestirnir fóru heim þá var ég með litla gjafapoka sem allir krakkarnir fengu, en í stíl við þemað þá var ég með veðlaunapening á hverjum poka. Í pokunum var svo einn snakkpoki og einn lítill hlauppoki. Krökkunum fannst voða gaman að fá smá nesti með sér heim.

FB_IMG_1507480134885

 

IMG_20171007_182055_062

Úti á palli að hjóla með afmælisgjafirnar 🙂

Dagurinn var æðsilegur og pinsinn skemmti sér konunglega. Honum fannst pakkarnir voðalega spennandi og var einnig alveg í essinu sínu inni í herberginu sínu með öllum krökkunum sem léku sér með honum.

HildurHlín

Author Profile

Hildur Hlín

Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *