Afmæli með vinnuvélaþema

Afmæli með vinnuvélaþema

Fannar varð 4 ára í byrjun október og héldum við að sjálfsögðu upp á það. Dagurinn var frábær, fallegt veður og fullt hús af fólki sem gerði daginn enn betri.

Eins og vanalega þá var ég búin að undirbúa veisluna í dágóðan tíma, leyfa Fannari að velja þema, skoða myndir með honum, finna til skraut og týna mér í gleðinni. En eins og einhverjir hafa tekið eftir þá á ég það til að fara aðeins yfir línuna þegar það kemur að veislum en mér finnst þetta bara svo rosalega gaman. 

Fannar ákvað sjálfur að hann vildi hafa vinnuvélaþema og var harðákveðinn í því, ég fór því á Pinterest og byrjaði að leita að innblæstri þaðan. Fljótlega var ég komin með hugmynd af því hvernig ég vildi hafa veisluborðið og hvernig ég vildi útfæra þemað. Í lok sumars fór ég svo að týna til skreytingar, en ég keypti eitthvað af AliExpress sem og eitthvað í Partýbúðinni og Allt í köku. Fannar átti stóran vörubíl sem ég ákvað að nota sem borðskraut og svo litla vinnuvélabíla sem ég ákvað að nota sem kökuskraut. 

Afmæliskökuna gerði ég sjálf, hún var samsett úr súkkulaðibotnum og svo ofurmjúku smjörkremi. Ég var með nokkrar fyrirmyndir af kökum sem ég fór eftir og þegar ég byrjaði að skreyta vissi ég eiginlega ekkert hvað ég var að gera. En lokaútkoman var held ég bara alveg ágæt og heppnaðist betur en ég þorði að vona. 

Ég reyni alltaf að vera mjög skipulögð fyrir svona veislur, en ég var byrjuð að baka fyrir afmælið nokkrum vikum fyrr og setti svo í frystirinn. Mér finnst mjög þægilegt að vinna veislur þannig að ég bý til tímalínu yfir hvað hægt er að gera vikurnar og dagana fyrir veislu og setja í frysti. Þá verður hver veisla rosalega auðveld í framkvæmd og stressið lítið sem ekkert. Í ár var ég búin að kaupa margt tilbúið eins og t.d. kjúklingaspjót, mini hamborgara, litlar pizzur og kleinuhringi.

Hér fyrir neðan koma nokkrar myndir úr veislunni, skreytingunum og veitingunum 🙂

 

Afi og Fannar flagga

 

 

 

 

 

Spenntur afmælismoli

 

Fullorðinsborðið 🙂

 

 

 

// Fylgdu mér á instagram @hildurhlin

 

Author Profile

Hildur Hlín

Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.


Facebook Comments

Share: