Afmæli með slökkviliðsþema

Afmæli með slökkviliðsþema

 

Færslan er ekki unnin í samstarfi heldur keypti undirrituð allt sjálf.

 

Fannar Máni varð 3 ára í byrjun október og héldum við að sjálfsögðu upp á það. Dagurinn var frábær í alla staði og húsið fullt af fólki sem gerði daginn enn betri.

Ég var búin að undirbúa veisluna í dágóðan tíma, en ég elska veislur og allan undirbúning við þær, týna mér í gleðinni og fara kannski aðeins yfir línuna í skreytingum og dúlleríi 😉

Ég hef verið vön að hafa ákveðin þema á veislunum hans og var þessi engin undantekning. Í ár ákvað ég að hafa slökkviliðsþema þar sem að Fannar hefur einstaklega mikinn áhuga á slökkviliðinu og brunabílum.

Ég nýtti skreytingar frá því í fyrra en þá var ég með kappasktursþema og hafði keypt mikið af rauðum skreytingu sem ég gat því notað aftur í ár. Ég bætti ekki miklu við, einungis servíettum og dúk, en ég notaði svo bara brunabíla og grímubúninginn hans sem auka skraut í veislunni og fannst mér það koma vel út.

Ég reyni alltaf að  vera mjög skipulögð fyrir svona veislur en ég var byrjuð að baka fyrir afmælið nokkrum vikum fyrr og setti svo í frystinn. Mér finnst mjög þægilegt að vinna veislur þannig að ég bý til tímalínu yfir hvað hægt er að gera vikurnar og dagana fyrir veislu og setja í frysti. Þá verður hver veisla rosalega auðvelt í framkvæmd og stressið lítið sem ekkert. Í ár pantaði ég líka tvær kökur sem og litla kleinuhringi, en þeir slógu gjörsamlega í gegn.

Hér fyrir neðan koma nokkrar myndir úr veislunni, skreytingunum og veitingunum 🙂

 

 

Diskana, dúkinn og servíetturnar fékk ég hjá Allt í köku

 

 

 

Kökuna pantaði ég hjá Tertur Kötu á Facebook og hún sló algjörlega í gegn!

 

Liltu kleinuhringina pantaði ég hjá Myllunni og þeir voru enga stund að klárast

 

Var líka með súkkulaðiköku sem ég pantaði hjá Myllunni, hún er alltaf jafn góð 🙂

 

Kátur kisi með afmælisveisluna sína

 

 

Author Profile

Hildur Hlín

Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.


Facebook Comments

Share: