Afmæli Hildar Ýrar – Uppskrift og hugmyndir

Afmæli Hildar Ýrar – Uppskrift og hugmyndir

Ég elska að halda afmælið mitt og fá vinkonur mínar saman og fá okkur drykk og spjalla, það er ekki oft sem maður hittir allar vinkonur sínar og þess vegna elska ég að halda afmælið mitt. Ég átti afmæli 27.Júní og þá varð ég 24 ára gömull og ég ákvað að halda smá partý 2.Júlí.  Ég bauð öllum helstu vinkonum mínum og komust þær ekki allar, en það er stundum þannig að fólk er upptekið eða með annað planað.  En það var ótrúlega gaman og spjölluðum við langt fram á kvöld og kíktum við svo í bæinn að dansa.

Tanja vinkona mín var svo æðisleg að farða mig fyrir afmælið, hún er algjör snillingur að farða.  Kjólin sem ég var í er keyptur í Cosmo í Kringlunni.

Ég var á snappinu okkar degi fyrir afmælið og sýndi aðeins undirbúninginn og hvað ég bakaði.  Ég bakaði ótrúlega góða maregns köku, svo gerði ég lakkrísbita sem eru uppáhaldið mitt, þið getið séð uppskriftina hér, og svo bauð ég uppá- jarðaber,bláber,vínber og vatnsmelónu,  það er alltaf svo gott að narta í eitthvað ferskt. Hér fyrir neðan ætla ég að setja uppskrift af marengs kökunni sem ég bakaði.

img_7897

Púðursykursmaregns með karamellusósu:

Maregnsbotnar:

  • 4 eggjahvítur
  • 2 dl púðursykur
  • 1 dl sykur
  • 50 gr rice krispies
  1. Þeytið eggjahvítur,púðursykur og sykur vel og lengi saman eða þar til marengsinn er orðinn stífur og glansandi, bætið svo rice krispies varlega saman við með sleif.
  2. Teiknið tvo hringi ( ég notaði hringlaga bökunarform) á bökunarpappír og deilið marengsinum niður á hvorn hringinn.
  3. Setjið því næst botnana inn í 150°c heitan ofn og bakið í um 50 mínútur.

Karamellusósa:

  • 50 gr smjör
  • 1.dl rjómi
  • 2 pokar af rjómakaramellukúlum (ég notaði frá Nóa)

Bræðið smjörið í potti og bætið svo rjómanum og rjómakúlunum við. Hræra þar til karamellurnar hafa bráðnað. Takið af hellunni og leyfið að kólna.

Þeytið síðan 500 ml af rjóma, ég setti svo nóa kropp í rjóman og látið svo á milli botnana. Þegar karamellan er orðinn köld, hellið þá yfir og setjið svo ber af vild ofaná.


 

img_7888-1

Ég er oftast með eitthvað þema í afmælum hjá mér, já ég veit að ég er 24 ára en það er bara svo gaman að hafa þema.  Í ár ákvað ég að hafa bara eitthvað lítið og valdi sumarþema, blandað við svart og hvítt.  Ég fékk froosh flöskur hjá Guðrúnu vinkonu minni til að skreyta og setti svartan borða á þær, ég keypti borðana í Söstrene Grene, þar er hægt að fá allskonar liti. Svo átti ég fullt af svörtum og hvítum pappírsrörum sem ég pantaði á aliexpress fyrir nokkrum mánuðum, einnig keypti ég sérvetturnar í söstrene.  Ég prentaði svo miða út og límdi á flöskurnar með #hilduryr24 og setti svo tóman miða framan á svo hver og ein gæti merkt sér flösku.

img_7910

Ég gerði svo Mojito bollu,  það er alltaf bolla með vodka í öllum partýjum en ég er þessi gella sem drekk ekki vodka,  það fer hrikalega ílla í mig og mér verður bara íllt í maganum. Þannig ég ákvað að gera eitthvað annað,  ég elska mojito og það heppnaðist ekkert smá vel. Ég keypti romm,sprite,myntu,hrásykur og lime. Byrjaði að blanda lime,hrásykur og myntu og stappaði það saman. Setti það svo í drykkjastandinn sem ég keypti í rúmfatalagernum á sirka 1000 kr,  blandaði svo sprite,romm og meiri lime. Svo hrærði ég og smakkaði og bætti við eftir þörfum.  Mojitið var ekkert smá vinsællt og kláraðist ótrúlega fljótt.

img_7913

Svo spjölluðum við og spiluðum Nefndu 3 sem er ótrúlega skemmtilegt spil sem fær mann klárlega til að hlægja. Við breyttum aðeins spilinu og höfðum það þannig ef maður sagði ekki öll orðinn þá þurfti maður að drekka sopa fyrir hvert orð sem maður tapaði. Svo var ég með “photobooth” og það er alltaf skemmtilegt að hafa svoleiðis. Ég keypti skraut til að hafa sem bakrunn í partýbúðinni og varirnar,yfirskeggin og það í Tiger.  Ég var líka með svona í afmælinu mínu í fyrra og það vakti mikla lukku.  Við vorum allar að taka myndir og skemmtum okkur svo ótrúlega vel, þó að myndirnar fari ekki allar á netið þá er svo gaman að eiga myndir til minninga.

Ég fékk ótrúlega margar flottar gjafir og takk kærlega fyrir mig , ég er svo ánægð að eiga svona æðislegar vinkonur<3  Ég er svo glöð með þetta kvöld og það var svo gaman að hitta vinkonur sínar og fá okkur í glas og spjalla, svo var skellt sér í bæinn að dansa.  Ætla setja nokkrar myndir hér fyrir neðan frá afmælinu mínu.

img_7900

img_79041

img_7991

img_7992

 

Jæja þá er þetta komið gott um afmælið mitt og vonandi geti þið notað eitthvað af þessum hugmyndum eða bakað kökuna 🙂

 

Þangað til næst <3

img_7887

hildur

 

 

Author Profile

Hildur Ýr

Hildur Ýr er tuttugu & sex ára móðir í Kópavogi. Hún hefur mikinn áhuga á hlutum sem tengist móðurhlutverkinu,lífsstíl og öllu sem tengist heimillinu, t.d. föndri og bakstri. Trúlofuð Eggerti og á einn 3 ára prins, hann Viktor Óla.


Facebook Comments

Share: