Mig langar til að deila með ykkur uppskrift að alveg rosalega góðu kjúklingasalati. Þetta salat geri ég mjög oft, en það er svo auðvelt og þægilegt í framkvæmd.
Það sem þarf:
Kjúklingabringur
BBQ sósa (ég nota Hunt’s Honey Hickory)
Salat (mér finnst best að nota Lambhaga)
Gúrka
Tómatar
Paprikka
Fetaostur
Doritos snakk eða furuhnetur (stundum nota ég bæði)
Aðferð:
Ég grilla eða steiki bringurnar og leyfi þeim að kólna vel.
Þegar bringurnar eru orðnar vel kaldar sker ég þær niður og blanda saman við BBQ sósuna. Næst sker ég niður allt grænmetið og bæti því svo saman við kjúklingin og blanda vel saman.
Að lokum dreyfi ég fetaosti og snakki/hnetum yfir salatið.
Einfalt fljótlegt og umfram allt mjög gott
Author Profile

-
Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.
Latest entries
Uncategorized2020.04.07Kókoskúlur
Uncategorized2020.03.26Hugmyndabanki fyrir inniveru
Uncategorized2019.12.16Jólagjafahugmyndir fyrir HEIMILIÐ
Uncategorized2019.12.16Jólagjafahugmyndir fyrir UNGLINGINN
Facebook Comments