Aðeins öðruvísi óskalisti

Ég elska að stunda svokallað “window shopping” – ég á ekki neinskonar kort af neinu tagi (týni þeim alltaf, hef gefist upp á að reyna að eiga þau) svo ég kaupi mér ekki oft hluti á netinu. Hinsvegar get ég eytt klukkutímum ofan á klukkutíma að vafra um og skoða alls kyns fallega hluti.

Nema – ég er svo hrifin af dimmu, drungalegu, nornalegu goth hlutunum og ég bara verð að deila smá af því með ykkur því mér finnst vera svo lítið um það. Ég hef 0 tískuvit, veit ekkert um hönnuði eða hvað er hipp og kúl (nema það að segja hipp og kúl er ógeðslega töff) hverju sinni.

Uppáhalds búðin okkar Tryggva er BlackCraft Cult en við höfum keypt nokkra hluti af þessari síðu, þeir eru með allt frá fötum á bæði kynin og uppí húsgögn.

Hér eru nokkrir hlutir sem við látum okkur dreyma um að eignast úr BlackCraft Cult;

 

Screen Shot 2017-03-02 at 8.15.27 PM

1 – Suma hluti þarf maður bara. Þessa púða þarf ég hreinlega á hjónarúmið.
2 – Ég hef alltaf átt erfitt með að finna mér flottar kósý buxur, ekki lengur. Þessar eru næstar í safnið.
3 – Þarf engin orð, þessi bolur er bara insanely flottur.
4 – Okkur Tryggva langar báðum í þetta, hvort ætli verði á undan að panta!
5 – Okey ég á þennan reyndar en hann varð bara að fylgja. Hvað getur maður beðið meira um?
6 – Tryggvi fann loksins hinn fullkomna húsbónda stól en þessi myndi sóma sér frábærlega í stofunni okkar.

Auk þess að langa í allt þetta, langar okkur sirka í allt hitt líka. Hef ekki fundið 1 hlut á þessari síðu sem mig langar ekki í.

Svo er það The Pumpkin Coven en þar eru með fallegustu skartgripum sem ég hef séð!

Screenshot_20161123-122606.jpg
Chokerar eru alltaf lang flottastir en þessi er efstur á mínum óskalista.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Ég hef ekki gengið með eyrnalokka síðan ég fjarlægði tunnelin mín fyrir rúmlega ári síðan, en ég myndi ganga með þessa.

crowearrings1.png.jpeg
Það er bara eitthvað við hauskúpur og krákulappir sem heillar alveg ofboðslega mikið. Þessir eru klikkaðir!

ScreenShot2016-11-10at11.08.12.png
Þetta hálsmen er nauðsynlegt við eyrnalokkana.

ScreenShot2016-08-05at14.00.41.png
Og síðast en ekki síst – þessi gullfallegi choker, ég er sannfærð um það að ég er norn. Það er bara svoleiðis.

Þangað til næst!

Ingibjörg.jpg

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *