Að halda einbeitingu í sparnaði

Að halda einbeitingu í sparnaði

Já hæ, langt síðan seinast! Ég hef verið svolítið andlaus og ekki vitað hvað ég gæti verið að skrifa um. Dagarnir snúast ótrúlega mikið um að sinna heimili, barni og hundum, inn á milli þess sem ég reyni að stunda smávegis hreyfingu og “self care”.

Það er þó eitt viðfangsefni sem mig langaði að skrifa örlítið um, þar sem það eru eflaust margir í sömu stöðu (hvað þá á þessum skrítnu tímum) og það er sparnaður og hvernig maður heldur einbeitningu í sparnaði. Ég set mér reglulega markmið í sparnaði, vil greiða niður hina og þessa skuld eða safna fyrir einhverju, en svo missi ég oft þráðinn, það kemur eitthvað upp á eða ég bara missi mig aðeins einn mánuðinn og þá kemur smá “æ fokk it attitude” í mann og maður heldur bara áfram fyrst maður er byrjaður.

Kannast einhver við þetta?

Nú er ég í fæðingarorlofi og ætla mér að vera það í ár (til janúar 2021) og erum við fjölskyldan því á skertum launum. Auk þess berum við núna ábyrgð á nýju lífi, einstakling sem við þurfum að geta séð fyrir í einu og öllu, og ekki er verra að getað sett aðeins af pening til hliðar fyrir framtíðarplönum.

Ég ákvað enn og aftur að taka mér tak og búa mér til fjárhagsáætlun fyrir hvern mánuð sem byggist á innkomu mánaðarins, og standa við það. Ég hef verið að skoða leiðirnar sem The Budget Mom fer mjög ítarlega í og lýst ótrúlega vel á en þar er hverri krónu gefið hlutverk. Þú áætlar hvað þú þarft mikið í mat, föt, bensín og svo framvegis, þegar að allir fastir liðir eru greiddir (húsaleiga, lán, etc.). Afgangnum skiptir þú þá niður í þessa breytilegu liði og svo reynirðu að setja alltaf eitthvað smávegis (sama hversu lítið það er) í sparnað eða í höfuðstól á skuld sem þú vilt losna við (eða bæði).

Þar mælir hún einnig mikið með að safna fyrir stærri útgjaldaliðum sem þú veist að gerast á hverju ári og eru líklegir til að fá þig til að taka upp kredit kortið. Þetta eru svokallaðir “sinking funds”  og eru það t.d. viðburðir eins og afmæli, jól, fatasjóður ef þú átt t.d. barn/börn sem þarf reglulega að kaupa ný föt á og fleira í þeim dúr.

Ég hef lengi útbúið skjal fyrir hvern mánuð í Excel þar sem ég skrái eyðslu eftir flokkum, þannig ég á auðvelt með að nálgast upplýsingar um hvað ég eyði í. Hins vegar vantaði agann í að gera eitthvað meira við upplýsingarnar og útbúa mér markmið í stað þess að setja alltaf bara upp einhverjar tölur.

Núna geri ég því raunhæf markmið miðað við hvað ég eyði venjulega í t.d. mat, og áætla hluta af peningnum mínum í þann flokk. Ég áætla því pening í alla flokka ásamt því að áætla ákveðna fjárhæð í neyðarsjóð, mína “sinking funds” og eitthvað aukalega í skuldir. Eins og er fer ekki mikið af pening í sparnað en það telur allt. Ég ákvað að byrja að greiða smá í neyðarsjóð í stað þess að einbeita mér alfarið að skuldum því að annars er kredit kortið alltaf tekið upp í hvert sinn sem eitthvað kemur upp á, og sagan heldur alltaf áfram. Þegar ég finn að ég er farin að eiga auðvelt með að halda fjárhagsáætlun mína og halda eyðslu minna innan markmiðsins, þá get ég farið að setja mér minni markmið um að reyna að klára ekki allt “budgetið” og setja afganginn í lok mánaðar upp í skuld eða sparnað (t.d. með því að keyra minna, versla ódýrar, eyða minna í skyndibita og svo framvegis).

Í staðin fyrir að nota umslög eins og The Budget Mom (nú er ekki beint tíminn til að fara að greiða allt í peningum) þá held ég áfram að nota excel skjalið mitt til að segja mér hvað ég má eyða í hverjum flokki, og skrái eyðsluna í viðeigandi flokk til að vita hvað ég á eftir. Til þess að einfalda mér lífið mun ég hafa blað í veskinu sem ég get skráð þá flokka sem ég nota mest (t.d. matur) hvað er eftir og hvað ég eyði í, þá veit ég alltaf hver staðan er áður en ég tek upp kortið. Þetta krefst þess að ég þarf að skoða excel skjalið mitt og eyðsluna mína á hverjum degi, svo að staðan sé alltaf rétt, en það hjálpar mér líka að standa við markmiðin mín.

Þessi á hjartað mitt skuldlaust og minnir mig daglega á það af hverju ég vil halda mig við markmiðin mín

Þar sem ég er nýlega farin að nýta mér þessa aðferð hef ég ekki meira um málið að segja en ég vildi koma með dæmi um nokkrar síður og aðferðir sem ég nýti mér til þess að halda mér við efnið, og gleyma mér ekki í þessum týpíska samfélagsmiðla heim þar sem stöðugt er hvatt til þess að kaupa hitt og þetta.

  • Fyrsta síðan er auðvitað The Budget Mom en hún hefur skrifað margar góðar greinar um sparnað auk útskýringa á aðferðum hennar en það er líka mjög gaman að fylgjast með henni á instagram þar sem hún er stöðugt að segja frá hvernig hennar sparnaður gengur, hvernig hún notar umslögin sín og fleira.

 

  • Ég hef einnig mjög gaman af The Financial Diet og finn ég oft gagnlegar greinar þar.

 

 

  • Mér finnst gaman að lesa í gegnum Sparnaðartips á Facebook en þar sér maður hvað aðrir eru að gera, oft er verið að ræða ódýrar uppskriftir eða leiðir til að minnka matarkostnað, hvaða markmið fólk setur sér og fleira. Það er mjög gaman að sjá fleiri í sömu hugleiðingum og taka þátt í umræðum sem snúast um að minnka neyslu.

  • Á þessari síðu er hægt að prenta út myndir frítt sem eiga við þín markmið, t.d. að greiða niður kredit kort eða að safna í neyðarsjóð. Þú prentar myndina, merkir hvað markmiðið er efst, deilir fjölda lína við markmiðið og litar þá inn hverja línu sem “sparast” eða greyðist út. Það er mjög hvetjandi að sjá myndrænt hvernig staðan er og að færast nær markmiðinu.

Fleira var það ekki að sinni, vonandi þótti ykkur færslan gagnleg og vakti mögulega einhverjum innblæstri til að byrja að spara eða til þess að halda því áfram.

Þar til næst!

 

Author Profile

Amanda

Amanda er vegan stelpa sem starfar sem lyfjafræðingur og elskar að borða góðan mat. Áhugamál eru eldamennska, hreyfing, heimilið, sanngjörn tíska (fyrir dýr og menn), umhverfisvernd og ýmislegt tengt lífsstíl.


Facebook Comments

Share: