Að eiga barn með ofnæmi.

Þegar Viktor Óli var 10 mánaða þá kom það í ljós að hann væri með bráðaofnæmi fyrir eggjum. Mér er búið að langa lengi að setjast niður og skrifa um hvernig mér leið þegar þetta kom í ljós og hvernig mín viðbrögð voru þegar læknirinn greindi hann með ofnæmi fyrir eggjum. Mér fannst eins og heimurinn hafi hrunið og ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. 

Ég hef oft heyrt fólk tala um hvað það væri örugglega ömurlegt að vera með ofnæmi fyrir eggjum og ég játaði alltaf og var alveg sammála því. Ég hugsaði oft, hvað borðar fólk sem er með eggjaofnæmi, er ekki egg í öllu ??  Ekki vissi ég að barnið mitt myndi fá þetta og auðvitað var þetta það seinasta sem ég bjóst við.

Hann hafði oft fengið egg áður hjá mér og mat sem væri með eggjum í og ekkert var það að angra hann. Ég gerði oft eggjaommilettu fyrir okkur og hann borðaði það með bestu lyst. En svo einn daginn þegar hann var sirka 10 mánaða þá gerði ég ommilettu fyrir okkur eins og oft áður, Viktor Óli borðaði hana með bestu lyst og svo byrja ég að taka eftir eins og rauðum punktum í kringum munninn á honum. Ég hélt þetta væri bara smá útbrot eins og hann fær stundum eftir að vera búin að klína mat í allt andlitið á sér, ég pældi ekkert meira í því og setti hann í hádegislúrinn sinn,  hann var mjög órólegur og ég fer að kikja á hann og þá var hann allur orðinn rauður og bólginn í framan. Ég auðvitað panika og vek hann og ríf hann upp og hringi strax í að fá tíma hjá lækni, enginn læknir laus þannig ég fer á heilsugæsluna hér í salahverfi og fæ að tala við lækni þar,  hún kíkjir á hann og allur líkaminn hans eldrauður og flekkótur.

Hann bólgnaði allur í framan og aftan á hálsi.

 

Læknirin skrifar uppá ofnæmislyf fyrir hann og lætur mig fá nokkur nöfn af ofnæmislæknum og ég ætti að fara láta kíkja á hann sem fyrst og láta taka ofnæmispróf. Ég hringi og fæ tíma mjög fljótt hjá Gunnari Jónassyni.

Þegar kemur að því að fara með hann var ég mjög stressuð en hugsaði marg oft, þetta var bara einu sinni og hann getur ekki verið með eggjaofnæmi, mitt barn það bara getur ekki verið með ofnæmi.  Gunnar hjá Domus Medica tekur á móti okkur og alveg yndislegur læknir. Hann spjallar aðeins við Viktor og fær traustið hjá honum fljótt, ekki annað hægt því Gunnar er æðislegur,  hann segir mér nákvamlega hvernig þetta virkar og gerði hann ofnæmispróf á alla fæðu- hveiti,mjólk,fisk,soja,egg og hnetum.  Þeir sem hafa ekki farið í svona próf þá er þetta þannig að hann skrifar á hendinni á honum og setur dropa fyrir hverja og eina fæðu og stingur svo rétt í svo vökvin fari í húðina og þannig sér hann viðbrögð húðarinnar.  Svo er beðið í nokkrar mínútur, fyrsta sem ég tek eftir að hann byrjar að bólgna þar sem dropinn með egginu var sett, hugurinn minn fór í nokkra hringi og ég hugsaði þetta getur ekki verið.  Þegar hann kíkjir á niðurstöðuna þá segir hann við mig ‘ hann er greinilega með ofnæmi fyrir eggjum’ og þar sem þetta kom mjög fljótt upp þá er þetta bráðarofnæmi.  Maginn minn fór á fullt og ég byrjaði að svitna og segi við læknirinn ‘get ég þá ekkert gefið barninu mínu að borða’ . Ég hélt ég gæti ekki gefið honum að borða því á þessari stundu hugsaði ég að það væri egg í öllu,  mér fannst eins og heimurinn hafi farist því barnið mitt væri með ofnæmi fyrir eggjum.  Já klikkað og þvílikt dramatískt en þegar ég fékk að heyra þetta þá gat ég ekki hugsað því ég var í sjokki. Ég vissi ekki hvernig ég átti að láta.  Gunnar róaði mig og sagði mér að það væri fullt af mat sem væri ekki með eggjum í og að það væri fullt af uppskriftum til sem væru eggjalausar og benti mér á síðu sem var allt um börn með fæðuofnæmi.   Ég þurfti að láta alla í fjölskyldunni vita af þessu og það mætti ekki gefa honum neitt sem innihalda egg. Ömmur og afar eiga oft til að stinga eitthverju uppí svona litla munna, það þekkja það allir sem eiga börn haha.  En það besta sem hann sagði við mig að það eru miklar líkur á að þetta hverfi eftir 2-3 ár.

Þvílik og önnur eins læknaheimsókn,  ég labbaði út frá honum og fer beint heim að lesa mig um allt um fæðuofnæmi og um vörur sem væru ekki með eggjum í og finn svo grúbbu á facebook fyrir fólk sem á ofnæmisbörn. Ég spyr allskonar spurningar þar og gott að hafa fólk sem er í sömu sporum og ég.

 

Núna 8 mánuðum seinna hefur þetta gengið eins og í sögu, jújú það er auðvitað mjög erfitt að þufa að passa upp á allt sem hann borðar og lesa á allt og þetta er alveg erfiðara en sumir halda en samt ekki of erfitt þegar maður er búin að kynna sér þetta vel. Að fara út að borða með hann er mjög erfitt því maður þarf að koma í veg fyrir að það sé egg í eitthverju og á sumum stöðum eru þau með lista sem ég get fengið að lesa sjálf sem mér finnst að allir staðir ættu að hafa. Maður veit aldrei hvort að þjónnin viti 100% hvað er í matnum,  en hingað til höfum við ekki lent í neinu veseni.

Hann hefur ekki fengið neitt ofnæmiskast síðan hann var greindur.  Þetta er ekki eins erfitt og ég hélt þetta myndi verða og ég veit nákvamlega hvað ég á að gefa barninu mínu, það er ekki egg í öllu eins og sumt fólk heldur og meðal annars ég sem hélt það.  Það er byrjað að framleiða svo ótrúlega margt sem er eggjalaust. En í mörgu leynist samt egg sem þarf að passa sig á,ég er þessi týpa í búðum sem les á allt, en það er bara í lagi ég er að passa uppá barnið mitt.

 

*Þangað til næst*

hildur

Author Profile

Hildur Ýr

Hildur Ýr er tuttugu & sex ára móðir í Kópavogi. Hún hefur mikinn áhuga á hlutum sem tengist móðurhlutverkinu,lífsstíl og öllu sem tengist heimillinu, t.d. föndri og bakstri. Trúlofuð Eggerti og á einn 3 ára prins, hann Viktor Óla.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *