Á ferð um landið okkar – myndablogg

Á ferð um landið okkar – myndablogg

Við Biggi og voffarnir tókum smá rúnt um landið okkar í maí en þá tók ég fyrri hlutan af sumarfríinu mínu. Við enduðum að vísu á að taka bara tvo hunda með okkur og leyfðum við þeirri gömlu að vera í dekri hjá tengdamömmu á meðan, hún nennir ekki svona ævintýrastandi!

Okkur hefur lengi langað að prófa að fara í útilegu með húsbíl/húsvagn, enda viðurkennum við fúslega að við erum ekki mikið fyrir að tjalda (sérstaklega ég) og hafði ég haft augun opin fyrir Mink campers í svolítinn tíma eftir að ég rakst á mynd af vagninum þeirra á instagram. Vagninn er gífurlega sætur og léttur og heillaði uppsetningin verulega. Það er virkilega notalegt að liggja undir sæng með góða bók á kvöldin og horfa út um gluggana á landslagið.

Við gistum fjórar nætur í litlu hringferðinni okkar, en við gistum í Grímsbæ, Skaftafelli, á Egilsstöðum og á Akureyri. Við vorum mjög heppin með veður fyrri tvær næturnar (Grímsbær og Skaftafell) en það var heldur kalt og hráslagalegt á Egilsstöðum og Akureyri. Það er því kannski ekkert skrítið að flestar myndirnar eru teknar á fyrri hluta ferðarinnar og svo slatti af matarmyndum eins og vanalega þegar ég á í hlut..

Ég ætla alls ekki að hafa þessa færslu langa, og mun ég leyfa myndunum að tala.

 

Fyrsta nestis stopp var á Selfossi en ég fékk mér vegan lasanja á Kaffi Krús.

Það fór agalega vel um okkur í góða veðrinu í Grímsbæ.

Eldhús aðstaðan var verulega þægileg!

Dýrindis Oumph borgari sem ég (lesist Biggi) grillaði.

Stutt stopp við Seljalandsfoss. Glöggir taka mögulega eftir Yoda í framglugganum en hann fékk einungis að kíkja þangað meðan ég smellti myndum.

Það væsti ekki um hundana, en við höfum yfirleitt rúmið þeirra undir þeim í lengri bílferðum fyrir max kósyheit, og er hundabílbeltum smellt í beislin þeirra.

Þessi morgunverður var of instagram vænn til þess að smella ekki mynd.

Við mælum virkilega með tjald- og vagnsvæðinu í Skaftafelli. Aðstæður fyrir sturtu, salernisferðir og uppvask eru góðar, en einnig er þetta gífurlega fallega útsýni.

Svartbaunaborgari í Hafnarhúsinu

Pósað í Vík

Pósað með pug við Jökulsárlón

Biggi sá að mestu um matseldina í ferðinni þar sem hann er með grill taktana á hreinu, ég kvarta ekki!

Undirrituð missti sig töluvert því að í grendinni mátti finna hóp af selum að busla. Ég náði því miður ekki að smella mynd af þeim en þetta var gjörsamlega yndislegt (náttúran var ekki af verri endanum heldur).

Meira var það ekki að sinni. Seinni hluti sumarfrísins verður tekinn í ágúst og mun ég halda til London í nokkra daga á hið árlega London animal rights march. Instagram story og myndavélin verður að sjálfsögðu við höndina, búið ykkur undir miikið af matarmyndum. Þar til næst!

 

 

Author Profile

Amanda

Amanda er vegan stelpa sem starfar sem lyfjafræðingur og elskar að borða góðan mat. Áhugamál eru eldamennska, hreyfing, heimilið, sanngjörn tíska (fyrir dýr og menn), umhverfisvernd og ýmislegt tengt lífsstíl.


Facebook Comments

Share: