H&M óskalisti

Jæja þar sem að ég er komin á stað þar sem H&M verslun er þá er ég auðvitað aðeins búin að liggja yfir heimasíðunni þeirra og velta fyrir mér hvað ég væri mögulega til í á Fannar Mána. Ég ákvað þess vegna að setja saman smá óskalista yfir strákaföt sem mér finnst falleg og væru flott á hann.

Samsett

Hér er það sem ég væri til í sem hversdags- og leikskólaföt á hann. Mér finnst bláir og túrkislitaðir tónar klæða Fannar best og laðast ég alltaf strax að þannig tónum.

Samsett2

Hér er aðeins meira töffara listi, væri ekkert smá til í leðurgjakkann, skóna og sólgleraugun – þetta verður eitt það fyrsta sem ég leita að.

 

Samsett3

Við erum ekki mikið fyrir skyrtur og bindi, en mér finnst það samt voða krúttlegt þegar ég klæði hann í þannig. Mér finnst mjög fallegt að blanda saman t.d gallabuxum og svo blazer-jakka eða skyrtu.

Samsett4

Það er eitthvað við útiföt sem heillar mig alveg svakalega. Ég veit ekki hvað hann á mikið af göllum, úlpum og jökkum en alltaf langar mig að bæta við – og vestin maður, allir strákar verða að eiga þannig, það er svo hrikalega sætt (eða það finnst mér allavegana)

Hlakka til að taka smá hring inni í H&M, en ég hefði verið alveg til í að fara beint af flugvellinum að versla 😉

HildurHlín

Author Profile

Hildur Hlín

Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *