7 smáforrit til þess að lífga uppá instagramið

7 smáforrit til þess að lífga uppá instagramið

Ég ætla að deila með ykkur nokkrum forritum til þess að lífga uppá instagramið, bæði fyrir instagram feedið og instastory. Fólk eyðir mismiklum tíma í myndvinnslu á myndum eða yfir höfuð tíma í það efni sem það birtir inná instagram. Sumir vilja hafa ákveðin stíl, ákveðið þema, einungis tísku, heimili eða hvað það er. Aðrir mjög frjálslegir með það efni sem það birtir. Hvort sem þú vilt hafa instagramið þitt stílhreint eða ekki, þá geta þessi forrit hér fyrir neðan einfaldað og lífgað uppá instagramið þitt.

LightRoom

iOS store | Google Play

LightRoom er eina myndvinnslu forritið sem ég nota á mínar myndir nú orðið. Yfirleitt tek ég myndir með myndavélinni minni og sendi þær í símann og vinn þær þar, eða vinn þær í tölvunni. En auðvitað hægt að taka myndir með símaum og nýta sér forritið. Af mínu mati eru mestu möguleikarnir fyrir myndvinnslu inní þessu forriti. Maður getur búið til sinn eigin filter eða nálgast tilbúna filtera á netinu. Ég segi mestu möguleikarnir vegna þess að þrátt fyrir að vera með tilbúinn filter þá getur maður stillt þá eins og maður vill!

Ég er að borga fyrir Premium, en það er hægt að gera allt sem þarf án þess að vera að borga fyrir forritið. Með Premium þá fær maður 100gb cloud geymslu, getur breytt RAW myndum sem er það helsta sem ég leitast eftir með áskriftinni.

VSCO

iOS Store | Google Play

Forritið bíður uppá samansafn af allskonar filterum. Þú getur stillt filterinn og einnig breytt lýsingu, cantrast og allt þetta týpíska sem þarf til þess að vinna myndir. Það er hægt að kaupa aðgang að fleiri filterum og feed-usum. Þetta forrit hentar einstaklega vel fyrir fólk sem vill breyta myndum á einfaldan máta og er alls ekki flókið forrit.

UNFOLD

iOS Store| Android

Þú hefur eflaust rekist á aðila sem nota þetta forrit fyrir instagram story-ið sitt. Forritið gerir story-ið þitt mjög stílhreint og fallegt – sérstaklega ef þú vilt hafa texta með myndunum.

PLANOLY

iOS Store| Google Play

Forrit til þess að skipuleggja instagram feedið þitt. Þú getur planað hvenær hver mynd á að birtast með því að tímasetja myndina og séð hvernig instagram feed-ið þitt lýtur út fyrirfram.

HypeType

iOS Store | Google Play

Bættu við hreyfi-texta á instastory-ið þitt. Mjög einfalt og þægilegt forrit!

CutStory

 

iOS Store | Google Play

Forrit sem klippir myndböndin þín akkúrat 15 sekúndur. Mjög hentugt fyrir instastory.

Snapseed 

iOS Store | Google Play

Þægilegt myndvinnsluforrit. Hægt að vinna myndir, bæta við texta á myndir og ýmislegt fleira.

Instagram: eydisaegis|| email: eydisaegis@gmail.com

Author Profile

Eydís Sunna

Eydís Sunna er 25 ára búsett í Vesturbænum ásamt maka, dóttur og kisu. Hún er að klára byggingartæknifræði og hefur áhuga á hreyfingu, móðurhlutverkinu, heimilinu, förðun, ljósmyndun, kökuskreytingum og ýmislegu tengt lífstíl.


Facebook Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *