30 daga áskorun.

30 daga áskorun.

Ég horfði á myndband á youtube um daginn þar sem nokkrum aðilum var sett sú áskorun að gera 100 hnébeygjur (squats) á dag í 30 daga, 100 hnébeygjur hljómar nú svoldið mikið í einu en maður getur skipt þeim niður í 25 hnébygjur 4 sinnum yfir daginn þá er þetta nú frekar auðvelt. Ég ákvað að mig langaði til þess að reyna að gera smá áskorun á sjálfa mig þar sem ég hef ekki verið nógu dugleg við að hreyfa mig uppá síðkastið en mig langaði til þess að gera eitthvað meira en bara hnébeygjur svo ég ákvað að gera 50 hnébeygjur, 50 maga æfingar og planka, ég ætla að fylgja þessu planka plani sem ég fann á netinu og síðan ætla ég að æfa mig í handstöðu á hverjum degi líka.

30-Day-Plank

Ég finn það þegar ég er duglegri að hreyfa mig þá fer ég einhvern veginn sjálfkrafa að borða hollara, ég bara ósjálfrátt fer í það að vilja ekki “skemma” fyrir sjálfri mér með því að fá mér óhollan mat eftir að hafa verið dugleg í ræktinni.

Fyrir nokkrum árum síðan tók ég þátt í svipaðri áskorun sem heitir #100happydays sem snýst um það að taka eina mynd á hverjum degi af einhverju eða einhverjum sem gerir mann glaðan, ég entist ekki alla 100 dagana en í staðin fyrir að finnast dagurinn slæmur útaf einhverju sem gerðist þá fann ég hvernig ég einbeitti mér meira að því sem gladdi mig yfir daginn og ég mæli hiklaust með að allir prófi þá áskorun og kíki inná 100happydays.com.

Ég ætla að vera dugleg að sýna frá hvernig mér gengur bæði á snappinu mínu og setja myndir á instagram og ég skora á þig að fara í þína eigin 30 daga áskorun, það þarf ekki að tengt hreyfingu, það getur verið matartengt, förðunartengt eða eitthvað sem hentar þér og þínum lífstíl eða áhugamáli, eitthvað sem þig langar til þess að bæta þig í eða gera meira af. Ég ætla að nota #30daychallenge á allar instagram myndirnar mínar og ég hvet ykkur til að nota það líka 😉

Endilega fylgist með á Snapchat: elisabeet23

og instagram: elisabetkristin23

Elisabet-1-300x58

Author Profile

Elísabet

Elísabet er 25 ára, 2 barna móðir sem býr á Selfossi. Hún er förðunarfræðingur sem hefur áhuga á móðurhlutverkinu, innanhússhönnun, tísku og bakstri. Hún býr með kærastanum sínum Birki Rafn og börnunum þeirra Emmu Líf og Eriku Rún.


Facebook Comments

Share: