24 Iceland úr – Tilvalin fermingargjöf

Úrið fékk ég að gjöf

Ég er ein af þessum sem fer aldrei út úr húsi án þess að vera með úr. Ég nota þau alltaf sem skartgrip og legg mikið upp úr því að úrin séu falleg og klassísk. Mig var búið að dreyma lengi um að eignast 24 Iceland úr, en þau eru passa einmitt mjög vel við það hvernig ég vil hafa úrin. Úrin eru íslensk og hönnuð af Valþóri Sverrissyni. Þau eru byggð á gamla breska stílnum sem er svo settur í nýjan íslenskan búning. Þau eru klassísk og tímalaus og fara einstaklega vel á hendi.

Ég var svo heppin um daginn, en ég fékk einmitt þannig úr að gjöf og er alveg í skýjunum með það. Úrið sem ég valdi mér er matt svart með marmaraskífu en ég kolféll fyrir því þegar ég sá það. Ég var búin að hugsa að taka rósargull úr með marmaraskífu en þegar ég sá þetta svarta þá fannst mér ég verða að eignast það. Það er bara eitthvað sem heillar mig alveg svakalega við svört úr.

Úrin koma í mörgum útgáfum og eru bæði ætluð stelpum og strákum. Þau eru mjög þægileg og á fínu verði, en þau kosta á bilinu 16.900-19.900 kr. og eru þar af leiðandi tilvalin fermingargjöf.


Hægt er að kaupa 24 Iceland úrin á heimasíðunni þeirra HÉR en þar er einnig hægt að sjá söluaðila vítt og breitt um landið.

 

HildurHlín

Author Profile

Hildur Hlín

Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *