Uppáhalds flíkurnar

Uppáhalds flíkurnar

Uppáhalds flíkurnar

*Þessi færsla er ekki kostuð*

Við eigum örugglega allar eins og eina uppáhalds flík í fataskápnum sem er notuð aftur og aftur. Ég er engin undantekning og á sjálf alveg nokkrar slíkar og þegar það kemur að barninu mínu er það eins. Ég stend mig að því að setja barnið alltaf aftur í sömu flíkurnar, þrátt fyrir að hann eigi aragrúa af fallegum fötum. Þær flíkur sem ég held hvað mest uppá eru þær sem eru heimagerðar, prjónaðar eða heklaðar og langar mig að deila með ykkur nokkrum af þeim sem eru hvað allra allra mest í uppáhaldi á mínu heimili.

Þessa heklaði ég á son minn og er munstrið bara upp úr mér. Mig langaði svo í fallega, grófa og gauralega húfu á hann og varð þetta munstur því fyrir valinu. Liturinn finnst mér líka einstaklega fallegur og þar sem flestir gefa strákum blátt, þá ákvað ég að nota þessa jurtalituðu karrýbrúnu ull.

Ullarfötin frá 66°norður eru algjörlega nauðsynleg! Ég get svoleiðis svarið það hvað þetta eru ÆÐISLEG föt. Máni fékk eitt svona sett í nafnagjöf og ég hef notað þetta svo ótrúlega mikið að það er ekki einu sinni fyndið! Bolina nota ég meira segja bara eins og venjulega langermaboli á köldum dögum, þeir eru svo fallegir!

Þessa litlu “ljótu” lambúshettu prjónaði mamma mín. Ég viðurkenni að þegar ég sá hana fyrst þá var ég ekkert spenntust í heimi að skella henni á hausinn á Mána! En svo þegar ég mátaði hana á þá er hún svo krúttleg að það hálfa væri nóg! Svo er það líka hugurinn sem gildir!

Þennan 66°norður galla og lambúshettuna við fékk ég fá yndislegum vinkonum í “barnasturtugjöf”. Gallinn er frá 6-12 mánaða og er Máni kominn í hann núna 8 mánaða gamall og hann er enn vel stór. Þessar flíkur eru svo dásamlega mjúkar og hlýjar að mig langar helst í eins á mig! Þegar það er kalt í veðri er nauðsyn fyrir mér að eiga svona galla, hann er svo temmilega hlýr að það er hægt að setja barnið í ullarfötin og í gallann yfir ef það er mjög kalt en svo getum maður líka skellt þeim í gallann utan yfir samfellu og sokkabuxur án þess að hafa áhyggjur af að barninu verði kalt. Ég veit það allavega að ég mun klárlega endurnýja þegar þessi verður of lítill.

Þessi húfa er líka frá 66°norður og ég fékk hana notaða. Ég get ekki dásamað hana nóg. Hún er bara svo skelfilega sæt! Hún er úr flís efni og er bundin að ofan þannig hún vex aðeins með barninu (sem er auðvitað snilld þegar maður er on a budget eins og ég!) Ég er allavega búin að nota þessa síðan máni var um 4 mánaða og þá var hún alveg aðeins rúm á honum en núna er ég búin að færa bandið ofar og húfan passar enn. Vettlingana og sokkana fékk ég að gjöf frá auka ömmu Mána. Þetta sett er mögulega það krúttlegasta sem ég hef séð og ég get svarið það að þetta hlítur að hafa verið prjónað á tannstöngla þetta er svo fínt. Sokkarnir eru löngu orðnir of litlir og vettlingarnir eigilega líka en ég geymi þá samt alltaf í skiptitöskunni til öryggis.

Svo er þessi EFST á óskalistanum hjá mér! Hef bara heyrt góða hluti um þessa og ég get ekki beðið eftir að hann Mánalingur verði nógu stór til að fá svona. Burtséð frá því hvað hún er skelfilega sæt þá eru þessar úlpur líka mjög hlýjar og endingagóðar. En þessi kemur vonandi í næstu “uppáhalds færslu”.

Hér er svo mynd af apakettinum mínum í gallanum og með blessaða flíshúfuna.

Þangað til næst yndin mín! Eigið frábæra páska og njótið innilega! <3

Facebook Comments

Share: