2017 FAVES

Í sannleika satt, eins mikið og ég er í símanum þá er ég ömurleg að fylgjast með öðrum á snapchat, instagram og bloggum. Facebook á hug minn og hjarta þegar kemur að því að fylgjast með hvað er í gangi, og stundum of mikið en okey. En það eru nokkur blogg sem ég skoða alltaf og hef hreina unun af. Í þessari færslu ætla ég að fara yfir nokkur af mínum uppáhalds bloggum árið 2017. Þessi listi er þó alls ekki tæmandi og bara í stafrófsröð.

Screen Shot 2018-01-03 at 7.40.49 PM
Hell, ég elska þetta blogg. Skítt með allar kostaðar færslur og auglýsingar – þetta er eins og draumur innréttingaperrans. Hversu mikill veislustjóri getur ein manneskja verið? Svo ég minnist nú ekki á hvað ég væri alveg til í að fá hana til að decorate-a heima hjá mér. Ég er örugglega búin að lesa hvert eitt og einasta blogg sem hún hefur sett inn og skammast mín ekki einu sinni fyrir það.

Screen Shot 2018-01-03 at 7.40.39 PM

Hver segir að það þurfi að vera rígur á milli mömmu blogga? Mér finnst stelpurnar hjá Glam.is æði! Þær eru fyndnar og ótrúlega duglegar að sýna frá sínum lífum og bralla hluti saman sem hópur sem ég dáist að (hey ekki mér að kenna að ég bý útí rassgati, eða jú kannski smá). Þeir sem vilja geta fylgst með þeim á snapchat undir glam.is eða á instagram hér. Þess má geta að ég bað Ásdísi, eina af bloggurum um mynd af þeim öllum saman og fékk þessa mynd til baka en þá er ekki til mynd af þeim öllum saman og mér finnst þetta lýsa andanum þeirra nokkuð vel bara!

Screen Shot 2018-01-03 at 8.16.43 PM

Screen Shot 2018-01-03 at 7.42.33 PM

Lindaben.is .. úff, mér finnst hundleiðinlegt að elda og baka (eins og ég hef líklega sagt um það bil 349 sinnum á síðasta ári) en ég slefa yfir uppskriftunum á þessari síðu. Sérstaklega uppskriftum eins og þessari, hvernig á sælkeri eins og ég að standast það að búa þessa köku til? Ég er að segja ykkur það, ef Tinna Alavis myndi koma og innrétta húsið mitt og Linda Ben myndi baka handa mér væri ég í himnaríki – ekki einu sinni að grínast.

Screen Shot 2018-01-03 at 7.41.03 PM

Ég rakst fyrst á hana Maríu sem á Paz.is á instagram (hér) en þar er hún dugleg að birta myndir af heimilinu sínu sem er held ég mitt uppáhalds heimili á íslandi. HÚN ER MEÐ SVARTA VEGGI! Móðir mín veit að ég hef viljað svarta veggi síðan ég tók .. “góða” tímabilið mitt hér fyrir “nokkrum” árum síðan (hóst 2006 hóst) en ég hélt alltaf að það myndi minnka rýmið og gera það allt svo dimmt. María sýndi mér að það er bara alls ekki rétt og nú er aldrei að vita hvað mér dettur í hug. Svo er hún líka rosalega dugleg á insta story og er litla prinsessan hennar náttúrulega bara met!

Screen Shot 2018-01-03 at 7.43.12 PM

Ef þú fylgist eitthvað með förðunarheiminum eða hefur einhvern áhuga á förðun áttu að vita hver Rebekka Einars er, þvílíkur talent – kíkið á instagramið hennar hér eða bloggið hennar og leyfum myndunum bara að tala. Plús þessar varir eru to die for. Á ekki creepy hátt. Lofa.

Þangað til næst!
Ingibjörg.jpg

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *