Viktor Óli minn varð 2 ára 21.janúar og við héldum afmælið hans 22.janúar. Við buðum fólkinu heim til okkar og það sem við eigum mjög stóra fjölskyldu þá ákváðum við að hafa opið hús á milli 14-18. Það hentað okkur mjög vel og fólk var að koma og fara sem var mjög þægilegt, þá var húsið ekki troðfullt að fólki. Ég hafði smá áhyggjur af því að fólkið myndi koma öll á sama tímanum en það var alls ekki þannig.
Það sem Viktor er algjör bílakall þá fór ég í smá leiðangur að finna eitthvað bílatengt þema, eina sem var í boði var úr Cars myndinni og það var allt í lagi , hann elskar þessar myndir og myndi horfa á þessar myndir daginn inn og daginn út ef hann mætti það. Ég fann allskonar bílatengt í Allt í Köku, td. diska,servíettur,bíla til að skreyta kökuna með og sykurmassadisk sem maður setur á köku.
Ég ákvað að baka allt sjálf nema eina köku sem ég pantaði hjá Tertugallerí, mamma hjálpaði mér líka aðeins og hún gerði brauðrétt og uppáhalds marengs kökuna mína.
Viktor Óli var mjög sáttur með veisluna og þarf þetta ekki að vera mikið til að gleðja þessi litlu kríli.
Það sem ég var með í boði fyrir gesti:
- Kaka frá Tertugallerí
- Eggjalaus Súkkulaðikaka
- Marengskaka
- Ostabrauðréttir
- Skinkuhorn
- Lakkrísbitar
- Ávexti – Vatnsmelóna og vínber
- Rice Krispies köku
- Gos
- Kaffi
- Djús fyrir krakkana
Það sem ég keypti:
- Diska
- Servíettur
- Plastglös
- Plastgaffla
- Sykurmassadisk á súkkulaðikökuna
- 2 bíla til að setja á kökuna frá Tertugallerí
- Matarlit í smjörkremið
- Kerti
Þessa köku gerði ég sjálf og keypti Cars sykurmassadiskinn sem fer ofaná í Allt í Köku. Ég gerði þessa köku eggjalausa þar sem Viktor er með eggjaofnæmi. Ég notaði Betty Crocker duft og litla dós af pepsí, já ég sagði pepsí. Ég sá það hjá vinkonu minni og það heppnaðist svo ótrúlega vel hjá henni þannig ég ákvað að prófa. Svo er bara smjörkrem í kring sem ég setti rauðan matarlit í. Hún var ótrúlega góð og vel heppnuð og Viktor borðaði hana með bestu lyst.
Þessa köku pantaði ég hjá Tertugalleri.is . Hún er 15 manna og það var yfirdrifið nóg. Ég var ótrúlega ánægð með hana og ég bætti þessum bílum á kökuna sem ég keypti í Allt í Köku.
Færeyska kakan sem mamma gerir alltaf fyrir mig. Ég elska elska hana, er því miður ekki með uppskrift af henni en ég skal við tækifæri spurja mömmu um hana ! Bara svo þið getið bakað og smakkað haha.
Ég ákvað að vera ekki að kaupa Cars diska en keypti rauða diska í stíl við þeman, en hafði auðvitað Cars servíettur. Þetta er keypt í Allt í köku.
Við þökkum bara kærlega fyrir komuna og allar gjafirnar til fjölskyldu og vini. Læt fylgja hér nokkrar myndir frá deginum <3
Fötinn sem Viktor Óli er í eru úr Next.
*Þangað til næst*
Author Profile
-
Hildur Ýr er tuttugu & sex ára móðir í Kópavogi. Hún hefur mikinn áhuga á hlutum sem tengist móðurhlutverkinu,lífsstíl og öllu sem tengist heimillinu, t.d. föndri og bakstri. Trúlofuð Eggerti og á einn 3 ára prins, hann Viktor Óla.
Latest entries
Uncategorized2019.05.27Hildur Ýr kveður Öskubusku
Ferðalög2019.04.09Foreldrafrí í Berlín
HILDUR ÝR2019.03.11Hæj aftur !
Óflokkað2018.08.07My letra: Gjöf fyrir alla.
Facebook Comments