10×10 áskorun // 10×10 challenge

10×10 áskorun // 10×10 challenge

 

Hvað er 10×10 fata áskorun?

Sú sem fann upp á þessari áskorun heitir Lee og er með bloggið Style bee. Hún byrjaði þessa áskorun árið 2015 þegar hún var í miðri 30 daga föstu hvað fatainnkaup varðar. Tilgangur áskorunarinnar er fyrst og fremst að styrkja ímyndunarafl sitt og sköpunargleði þegar kemur að fatasamsetningum, og læra því í leiðinni hvernig er hægt að nýta flíkurnar sínar betur og við fleiri tilefni. Síðan þá hefur þessi áskorun orðið feyki vinsæl og er ein áskorun á hverri árstíð.
Ég var að ljúka við að taka þátt í sumar áskoruninni.

– English –

What is a 10×10 challenge?

The creator of this challenge is Lee, owner of the blog Style bee. She started this challenge in 2015 during a 30 day shopping fast. The main purpose of this challenge is to practice creativity with your clothing, and learn how you can use them in more ways and on more occasions. This challenge has grown to be very popular since then and there is a new challenge for each season.
I just finished the summer challenge.

 

Hvernig virkar áskorunin?

– Þú velur 10 flíkur úr fataskápnum þínum

– Settu saman 10 outfit/samsetningar úr þessum flíkum

– Notaðu sömu flíkurnar í 10 daga

Þetta á að vera skemmtileg áskorun og því í góðu lagi að sníða hana á sínum þörfum. T.d. væri hægt að hafa þessa áskorun ekki um helgar og þá bara á virkum dögum, eða velja aðeins fleiri eða færri flíkur. Ég valdi einungis 9 fastar flíkur eins og þið sjáið, og ákvað að seinasta flíkin yrði yfirhöfn sem myndi henta hverju sinni, þar sem veðrið á Íslandi getur verið svo óútreiknanlegt.

Einnig á þetta ekki við um náttföt, íþróttaföt eða aukahluti eins og belti, töskur, skart, trefla og svo framvegis. Það er mælt með að hafa skó og yfirhöfn með í áskoruninni en það er engin gullin regla!

– English –

How does this challenge work?

– You pick 10 items from your closet

– You make 10 outfits from those items

– You use the same items for 10 days

This is supposed to be a fun challenge so of course it is fine to do what works best for you. You could for example just have this challenge during work days and take the weekends off, or you can choose more or less items. I chose 9 items for the challenge and decided that the 10th would be outerwear (coat/jacket) of my choice each day, depending on the weather. Iceland can be pretty unpredictable when comes to weather so it is good to have more options.

This challenge does not include pyjamas, gym clothes or accessories like belts, bags, jewelry, scarfs etc. It is encouraged to have outerwear and shoes included in the challenge but there is no solid rule here.

Fötin sem ég notaði // the clothes I used

Ég ákvað að meirihlutinn af flíkunum væru flíkur sem ég notaði oft, vissi að mér liði vel í og eru í litum og sniðum sem passa við sem flest (t.d. einlitaðar flíkur). Ég ákvað samt að gera þetta ekki of létt og velja líka flíkur sem ég mætti nota oftar. Pilsið sem ég valdi hafði verið aftast í skápnum í langan tíma en mig minnir að ég hafi pantað það fyrir um 2 árum af asos og notað það svo einu sinni!

Ég valdi:

– 2 pör af skóm

– 1 kjól

– 1 pils

– 1 gallabuxur

– 2 boli

– 2 skyrtur

– 10unda flíkin svo úlpa/jakki/regnkápa eftir þörfum

– English –

I decided that most of the items I would choose would be items I was using a lot and knew I would feel comfortable in. I also choose the items based on colors and shapes that would be easier to style in many ways (hello monochrome colors). I decided though that I wanted to make the challenge actually challenging so I also chose items that I would like to use more often. The skirt has been in the back of my closet for a while, I think I bought it about 2 years ago from asos and then I only used it once!

I picked:

– 2 pairs of shoes

– 1 dress

– 1 skirt

– 1 jeans

– 2 shirts

– 2 button ups

– 10th item is a jacket/coat of choice depending on weather

Samsetningarnar

Ég var mjög ánægð með flestar samsetningarnar, vissulega voru sumar flottari eða meira töff en aðrar en ég reyndi að velja samsetningarnar í kringum viðburði og annað sem ég væri að gera þessa daga. Það er mjög gott að hafa bæði eitthvað af kosy samsetningum og fínni samsetningum. Það kom mér mikið á óvart hversu þægilegt og gaman mér fannst að vera í kjólnum og pilsinu (hélt ég væri algjör buxna týpa) og mun ég klárlega nota þessar flíkur oftar.

– English –

The outfits

I was very happy with most of my combinations, some were obviously nicer and cooler than others but I tried to choose the outfits for each day according to my schedule. It is really good to have both casual outfits for running errands or chilling, and nicer outfits for events. It was surprising how comfortable I felt in the dress and skirt (always thought I was a pants person) and I am going to use these items a lot more from now on.

Hvað lærði ég af þessu?

Svo mikið! Ég lærði að virkja ímyndunaraflið mitt og útbjó samsetningar sem mér hafði ekki dottið í hug áður. Ég lærði að ég þarf hreinlega ekki jafn mikið af fötum og ég hélt, mér leið aldrei eins og ég væri alltaf í sömu fötunum af því samsetningin var aldrei eins. Þessi áskorun kenndi mér að meta flíkurnar mínar meira af því vissulega kom fyrir að ég saknaði einhverra þeirra.

Ég var komin með smávegis leið af fataskápnum mínum, tilfinning sem kemur reglulega upp og ég hugsa að margir kannist við það. Oft þegar þessi tilfinning kemur hefur mér fundist eins og skápurinn minn þurfi yfirhalningu. Þá hefur mín leið yfirleitt verið að taka skápinn í gegn, sortera út það sem mér finnst ég ekki vera að nota og svo reyna að kaupa nýtt.

Eins og ég hef rætt um áður þá er þetta hegðunarmunstur virkilega óumhverfisvænt og styður undir framleiðslu þar sem mannréttindi eru ekki í hávegum höfð. Því oftast vill maður jú kaupa meira en eina flík, og reyna að gera það á sem hagstæðustu verði. Þetta er ekki alhæfing en oft eru þessar ódýrari flíkur í slæmum gæðum, jafnvel nú þegar farnar að rifna eða saumspretta farin að losna þegar flíkin kemur að dyrum. Þetta kallar á að endurnýja flíkurnar enn oftar.

Með því að kaupa sjaldnar og vandaðri flíkur, þá á þessi endurnýjun sér sjaldnar stað. Eins og ég hef rætt um áður tók ég þá ákvörðun að vera meðvitaðri neytandi, versla vandaðra, umhverfisvænna, frá merkjum sem hugsa vel um starfsfólk sitt og fyrst og fremst, versla sjaldnar.

Þessi áskorun hjálpaði mér mjög mikið að minna mig á ákvörðun mína og eftir hana fannst mér úrvalið í skápnum mínum vera þvílíkt mikið. Núna sé ég ekki takmarkanir heldur möguleika.

– English-

What did I learn from this experience?

So much! I learned to use my imagination and I made combinations I had never thought of using. I learned that I don’t need as many clothes as I thought I did, I never really felt like I was wearing the same clothes for the past 10 days, because it was never the same combination. This challenge tought me to appreciate my closet because sure, I did miss some of my items.

I had started feeling tired of my clothes and closet in general, that is a feeling that comes up on a regular and I think many can relate to. Usually when I get this feeling, I start thinking that my closet needs a make-over. My way has usually included going through my clothes, take everything out that I haven’t been using, purging (usually giving it to charity) and then buy new clothes.

I have written about this behaviour before and how it is polluting and bad for our enviroment as well as it often supports production where human rights are not respected.

I am not going to make assumptions for every label but it is often the case with super cheap labels that the clothes come in bad quality, sometimes even starting to disintegrate when arriving to the customer. This means that the cycle of throwing away and buying new has to be repeated even more often.

This cycle can be repeated less by purchasing items that are well made and made to last. I have written before about my decision to be a more concious consumer, buy well made clothes from sustainable and ethical labels, but also buy less.

This challenge really helped reminding me of my decision and now I feel like I have so many clothes! I don’t see limits anymore, I see possibilities.

Ég vona að þið hafið haft gaman af elskur. Þar til næst! // I hope you enjoyed, until next time!

Follow me on instagram: amandasophy 

Author Profile

Amanda

Amanda er vegan stelpa sem starfar sem lyfjafræðingur og elskar að borða góðan mat. Áhugamál eru eldamennska, hreyfing, heimilið, sanngjörn tíska (fyrir dýr og menn), umhverfisvernd og ýmislegt tengt lífsstíl.


Facebook Comments