10 staðreyndir – Selma Sverris

10 staðreyndir – Selma Sverris

Þá er röðin komin að mér en hér koma 10 staðreyndir um mig sem þið kannski ekki vissuð :

1. Uppáhalds disneykarakterinn minn er Roz í Monsters inc.

2. Ég er með blá, græn, gul og stundum brún augu.

3. Ég á tvo pabba og ég elska þá nákvæmlega jafn mikið.

4. Ég er með mikið OCD og ADHD, sem er mjög furðuleg blanda og gengur stundum illa að ráða við.

5. Mig dreymir um að eignast hárlausan kött.

6. Ég hef tekið kúrs í útdauðu tungumáli (sanskrít) og náð honum en lærði þó einungis eitt orð í tungumálinu.

7. Ég er með óþol fyrir Opal, Gajol, Tópasi og öllum svörtum líkjörum. Svo ef þú hittir mig fyrir á djamminu, ekki bjóða mér skot með þér!

8. Ég byrjaði mína skólagöngu í Borgarhólsskóla (Húsavík) svo í Breiðholtsskóla, Klébergsskóla, Háteigsskóla og aftur í Klébergsskóla. Þaðan í FB, svo VMA svo aftur í FB og útskrifaðist úr Borgó. En kláraði svo Ba. nám á tilsettum tíma, án pásu, allt í sama skólanum.

9. Mér finnst Nutella langt frá því að vera gott!

10. Ég hef aldrei notað nein eiturlyf (og mæli að sjálfsögðu með því að þið sleppið því líka).

 

Author Profile

Selma

Selma er 27 ára móðir frá Húsavík. Búsett í Reykjavík ásamt syni sínum Val Frey (2017). Hún er með Ba. próf í almennum málvísindum og leggur nú frekari stund á nám í íslensku við Háskóla Íslands. Áhuginn liggur í flestu tengdu Íslandi og íslensku en einnig öllu sem viðkemur móðurhlutverkinu, heimilinu, lífsstíl, þrifum, skipulagi og svo mörgu öðru.


Facebook Comments

Share: