1 árs afmæli

IMG_5452

Mig langar aðeins að sýna ykkur hvernig ég var með 1 árs afmælið hans Viktors Óla. Ég ákvað að gera allt sjálf fyrir afmælið því ég elska að undirbúa veislur, ég byrjaði mjög snemma að skoða hluti sem gætu hentað sem skraut og skoðaði fullt af hugmyndum á pinterest, svo loksins ákvað ég að hafa bara blátt og hvítt þema.  Þá get ég í haft næsta afmæli  eitthvað þema sem hann vill hafa eða eitthvað sem hann elskar.

Ég fór í fullt af búðum, td tiger,söstrene grene,partýbúðina,ikea,allt í köku og keypti einn og einn hlut hér og þar og safnaði fullt af hlutum sem gætu verið flottir í afmælið,pantaði líka eitthvað af aliexpress.

IMG_5437

Ég var með krukkur með nammi og keypti bréf nammipoka í Söstrene grene og fengu krakkarnir að velja sér nammi til að taka með sér heim eftir veisluna. Keypti diskana í ikea, glösinn í allt í köku og rörinn á aliexpress.

Við vorum með veisluna heima hjá mömmu minni og pabba, unnusti minn á stóra fjölskyldu og var ekki pláss fyrir allt þetta fólk heima hjá okkur.

IMG_5438

Ég fékk mjög góða hjálp frá mömmu og bakaði hún uppáhalds marengs tertuna mína, en annars bakaði ég allt hitt. Við vorum með vöfflur,kökur,ávexti og salöt í boði sem var mjög þægilegt þegar maður er að bjóða mörgum.  Ég skar niður jarðaber,melónur og vínber, það er mjög vinsællt að hafa ávexti með í svona veislum.

IMG_5434

Ég ákvað að gera afmælisköku með sykurmassa, bæði eru þær svo fallegar og mjög góðar. Byrjaði ég að fara í Allt í köku og fékk ég frábæra þjónustu þar og leiðbeinti hún mér hvernig ég ætti að gera þetta og keypti ég þar tilbúin sykurmassa og form fyrir að gera stafi.  Svo lág ég á youtube og skoðaði hvernig ætti að setja sykurmassa á köku og var mjög stressuð að þetta myndi mistakast hjá mér. En svo var þetta léttara en ég hélt, samt var kakan ekki fullkomin hjá mér en æfingin skapar meistarann. Undir sykurmassan gerði ég bananaköku sem er ein af mínum uppáhalds og er mjög góð og ætla ég að deila uppskrifinni hér með ykkur

Bananakaka:

 -375 gr hveiti

-460 gr sykur 

-225 gr smjörlíki

-4 egg

-50 gr haframjöl

-2-3 tsk vanilludropar

-1/2 tsk lyftiduft

-2 tsk natron

-1 og 1/4 mjólk

-1/2 tsk salt

-4-5 bananar (þroskaðir)

 

Sykur og smjörlíki hrært saman,  setja egg eitt í einu og hræra. Bananar stappaðir saman og sett í og haframjöl. Síðan öll þurrefni + mjólk.

 Krem (má sleppa)

2 plötur suður súkkulaði

50 gr smjör brætt

(láta það kólna)  hræra svo saman við 1 egg

 bakið í ofnskúffu við 180-200 gráður.


img_5435-1

Svo bakaði ég eina súkkulaði betty crocker köku sem mér finnst mjög einföld og góð.  Eina sem þarf með pakkanum er egg,olía og vatn.  Ég gerði 3 botna, til að hafa hana soldið háa. Svo kom Alexandra frænka mín og skreytti kökuna fyrir mig,  hún er algjör snillingur að skreyta kökur. Við ætluðum að hafa 3 liti á henni -hvítan,ljósbláan og dökkbláan en kremið var eitthvað að stríða okkur og vildi ekki breytast í dekkri lit, þó við settum ótrúlega mikið af matarlit . En hún heppnaðist mjög vel miðað við það og bragðaðist enþá betur .

img_5436

Ég gerði svo eina rice krispies köku, ég fann uppskrift á netinu af rice krispies og bætti svo smá mars súkkulaði til að hafa aðeins meira bragð og var hún mjög vinsæll og kláraðist mjög fljótt.  Skreytti svo í kringum hana með M&M og sykurpúðum.

img_5462

Ég gerði svo eina súkkulaði köku fyrir Viktor án eggja því hann er með bráðaofnæmi fyrir eggjum en hafði lítið sem eingan áhuga á að borða það,  vildi bara ávexti og saltstangir.

Við vorum mjög sátt með daginn og Viktor fékk fullt af fallegum gjöfum.

-Þangað til næst-

http---signatures.mylivesignature.com-54494-121-933BE09821EF7D7C20C7894107D4CFBE

Author Profile

Hildur Ýr

Hildur Ýr er tuttugu & sex ára móðir í Kópavogi. Hún hefur mikinn áhuga á hlutum sem tengist móðurhlutverkinu,lífsstíl og öllu sem tengist heimillinu, t.d. föndri og bakstri. Trúlofuð Eggerti og á einn 3 ára prins, hann Viktor Óla.


Facebook Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *