Search

Öskubuska.is

Móðurhlutverkið, heimilið og lífstíll

Að fæðast með glasið hálf tómt

Svo virðist sem að ég hafi fæðst með glasið hálf tómt. Frá því að ég man eftir mér hef ég alltaf gagnrýnt allt varðandi sjálfa mig og átt mjög erfitt með að sjá það jákvæða í fari mínu. Ég var aldrei með flottustu augun, fallegasta hárið eða í flottustu fötunum. Ég teiknaði aldrei flottustu myndina í myndmennt, né hafði fallegustu rithöndina í bekknum. Ég kunni ekki að syngja og danshæfileikar mínir voru alltaf slakari en annarra. Eins og ég sagði, ég fæddist með glasið hálf tómt…

Eða hvað? Getur verið að ég hafi bara fæðst með fullt glas og að samfélagið hafi sagt mér að glasið sé hálf tómt?

Continue reading “Að fæðast með glasið hálf tómt”

Góð lausn í sparnaði

Þegar unnustinn minn veiktist þá gekk erfiðlega að ná endum saman. Lægri tekjur og hærri útgjöld.
Alltaf tókst mér að ná hámarki á vísakortinu og gekk erfiðlega að púsla öllu saman. Eftir annan mánuðinn í röð að reyna í eitthverju ólíkinda púsluspili að ná endum saman. Ákvað ég að skoða google vin minn hvaða ráð hann hafði fyrir mig í sparðnaði? Þarna voru hin ýmsu ráð, hvernig kaupa ætti í matinn, uppskriftir af kvöldmat fátæka mannsins og fleira. En svo datt ég inn á þetta snilldar ráð! Continue reading “Góð lausn í sparnaði”

Að elska sjálfan sig, það er fyrir alla.

Á netinu eru til ógrynni af reynslusögum kvenna sem hafa átt börn. Hvernig þær lærðu að elska líkamann sinn sem breyttist svo mikið á meðgöngu, líkamann sem teygðist og slitnaði í allar áttir. Líkamann sem þær voru byrjaðar að hata og þurftu að læra að elska uppá nýtt með öllum þeim förum, slitum og auka kílóum sem kannski fylgdu.

Continue reading “Að elska sjálfan sig, það er fyrir alla.”

Andlegu stríði á meðgöngu…

 

Ég var svo heppin að eiga yndislega meðgöngu og hún fór fram áreynslulaust. Ég gat æft fram að síðusu vikum og leið almennt vel í skrokknum, Það var í raun og veru ekkert að bara alls ekkert. Ég veit ekki hvort það hafi verið einhversskonar meðgönguþunglyndi eða hvað ,enn ég var með á heilanum að ég væri að stækka og breytast.Leiðinlegt að segja frá því að mér leið eins að ég væri ” ógeð ” . Fannst ég bara lýta út eins og fíll. Mér fannst eins og allir væri að horfa á mig og allir væru að hugsa hvað ég væri nú orðin feit og ég ætti nú að passa mig meira.

Continue reading “Andlegu stríði á meðgöngu…”

Hin fullkomna gúllassúpa

Ég elska góða gúllassúpu og leitaði lengi vel af hinni fullkomnu uppskrift. Þegar ég svo loksins fann hana var ekki aftur snúið og er þetta eina uppskriftin sem ég hef notað og mun koma til með að nota! Hún er sterk, kraftmikil en sæt á sama tíma. Fullkomin!

Continue reading “Hin fullkomna gúllassúpa”

Að eiga barn með ofnæmi.

Þegar Viktor Óli var 10 mánaða þá kom það í ljós að hann væri með bráðaofnæmi fyrir eggjum. Mér er búið að langa lengi að setjast niður og skrifa um hvernig mér leið þegar þetta kom í ljós og hvernig mín viðbrögð voru þegar læknirinn greindi hann með ofnæmi fyrir eggjum. Mér fannst eins og heimurinn hafi hrunið og ég vissi ekki hvað ég ætti að gera.  Continue reading “Að eiga barn með ofnæmi.”

Veikindi barna – Lækkun á MBL gildum

Nú fer haustið að sýna sig og ef ég þekki Ísland rétt þá er veturinn rétt handan við hornið. Leikskólarnir eru að byrja og grunnskólarnir taka svo við í kjölfarið. Foreldrar eru í fullum undirbúningi við að græja allt fyrir komandi vetur og nú þegar er fólk farið að hafa áhyggjum af veikindum barna og þar með talið því að þurfa að hringja sig inn veikann í vinnuna eða missa úr skólanum.

Þar sem ég á tvö börn, bæði með galla í ónæmiskerfinu sem kallast lækkun á MBL gildum þá finn ég mig knúna til þess að tjá mig örlítið um veikindi barna.

Continue reading “Veikindi barna – Lækkun á MBL gildum”

Guðrún Þorgerður átti barn fyrir tímann og kvaddi það sama dag.

Guðrún Þorgerður eignaðist lítinn fullkomin dreng þann 11. október 2013 og kvaddi hann sama dag. Hún er tilbúin til þess að deila með okkur sinni einlægu sögu.

Guðrún Þorgerður Jónsdóttir er 26 ára og vinnur á frábærum leikskóla í Kópavogi sem heitir Marbakki. Hún vann þar þegar hún varð ólétt af báðum strákunum sínum en á þeim leikskóla er einnig sonur hennar Valgeir Fannar. Guðrún er í pásu frá námi en hefur verið að læra þroskaþjálfafræði í Háskóla Íslands.

Guðrún er trúlofuð Helga Fannari sem jafnframt er hennar besti vinur og hafa þau verið saman síðan 2010 og gengið í gegnum mikið á þessum tíma. Þau eru sterk saman og ná alltaf að vinna sig í gegnum hlutina í sameiningu.

Guðrún kemur úr stórri fjölskyldu en hún á tvíburasystur og 3 yngri systkini, frábæra móður og yndislegan faðir. Einnig fylgir henni kisan Díma.

Saga Guðrúnar er átakanleg en Guðrún er ótrúlega sterk og með jákvætt hugarfar sem hægt er að líta upp til og tileinka sér.

texti1-2

Continue reading “Guðrún Þorgerður átti barn fyrir tímann og kvaddi það sama dag.”

Mánaðarmyndir

Ég hef alltaf verið rosalega hrifin af mánaðarmyndum af börnum og þótt það góð hugmynd. Mamma var vön að taka þannig myndir af mér og merkja í albúminu mínu. Myndirnar hennar voru ekkert alltaf allar endilega á sama stað eða með sama bakgrunn en þær voru allar hrikalega krúttlega og uppsetningin svipuð. Mér finnst enn mjög gaman að skoða þér og þá sérstaklega eftir að ég eignaðist Fannar Mána, því núna get ég alltaf flett gömlu mánaðarmyndunum mínum og athugað hvort hann sé eitthvað líkari mér með hverjum mánuðinum sem líður😉
Continue reading “Mánaðarmyndir”

Create a website or blog at WordPress.com

Up ↑

Follow

Get every new post delivered to your Inbox.

%d bloggers like this: