Search

Öskubuska.is

Móðurhlutverkið, heimilið og lífstíll

#betrafaeðingarorlof

Nú hafa ASÍ og BSRB tekið höndum saman um að krefja stjórnvöld um breytingar á fæðingarorlofskerfinu. Þetta er málefni sem snertir alla foreldra, núverandi og tilvonandi. Það er orðið allt of algengt að feður taki sér ekki fæðingarorlof einfaldlega vegna þess að fjölskyldan má ekki við tekjumissinum sem verður vegna skertra greiðslna úr sjóðnum. Einnig er orðið algengt að börn þurfi að fara allt of ung til dagmæðra og/eða leikskóla þar sem fæðingarorlofið er einungis 6 mánuðir og margir foreldrar hafa ekki aðra kosti heldur en að senda barnið frá sér og fara aftur út á vinnumarkaðinn. Ég og Óttar vorum ein af þessum foreldrum:

Continue reading “#betrafaeðingarorlof”

Reflex kerra frá Silver Cross.

Færslan er ekki kostuð og keypti höfundur sér vöruna sjálfur en færslan er unnin í samstarfi við Silver Cross á Íslandi.

Fyrir stuttu ákvað ég að splæsa í nýja kerru,  mér vantaði svo kerru til að skjótast með hingað og þangað og sem væri þægilegt að brjóta saman í litla bílinn minn. Ég var búin að skoða allskonar kerrur, svo sá ég að Rakel sem er einnig bloggari á Öskubusku hafi keypt sér Reflex kerruna frá Silver Cross.  Ég hef alltaf heillast af öllu frá Silver Cross og finnst allt hjá þeim svo ótrúlega flott – vagnarnir, bílstólarnir og kerrurnar.

Continue reading “Reflex kerra frá Silver Cross.”

Ódýrari utanlandsferð á eigin vegum!

Alltaf verið stór draumur hjá unnustanum mínum að fara á Manchester United leik. En hann er stór aðdáandi íþrótta þá helst fótbolta. Hann er einn af þessum sem finnur sér stað eða netsíðu til að horfa á fótboltaleiki. Hann er 32 ára og hefur aðeins farið á einn leik og það var Chelsea – Man. City , hann fór í kallaferð 2013 með köllunum í fjölskyldunni minni og skemmti sér konunglega. Continue reading “Ódýrari utanlandsferð á eigin vegum!”

Fæðingarþunglyndi – Þú ert ekki ein

Móðurhlutverkið er, án efa, eitt það stærsta og mikilvægasta sem nokkur kona getur farið í gegnum. Því fylgja yfirleitt sögur af mikilli gleði, hversu vel hlutirnir ganga og hversu ánægð hin nýbakaða móðir er. Mörg tilfelli eru þannig, full af hamingju og velgengni, en svo eru líka önnur tilfelli.
Tilfelli sem geta tekið svo illa á andlegu hliðina að skaðinn getur, í sorglega mörgum tilfellum, verið varanlegur. Hér er ég að sjálfsögðu að tala um fæðingarþunglyndi.
Ég get ekki talað fyrir allar þær konur sem hafa þjáðst af þessum veikindum, en ég get sagt frá minni upplifun og hvernig sú upplifun hefur sett varanleg spor í mína sögu sem móðir. Continue reading “Fæðingarþunglyndi – Þú ert ekki ein”

Pylsupasta

Ég hef verið svo lánsöm að fá uppskriftir frá vinum og ættingjum. Þessa uppskrift fékk ég fyrir mörgun árum frá yngstu systir hans pabba.
Hver elskar ekki að eftir erfiðan dag að geta haft eitthvað auðvelt í kvöldmatinn en samt verður að vera gott. Þá er þessi uppskrift æðisleg fyrir þig.
Continue reading “Pylsupasta”

Minimo & Intería – Gjafaleikur

Færslan er unnin í samstarfi við Interia.is

Ég hef áður talað um ást mína á vörunum frá Minimo.is og Interia.is en mér þykja vörurnar frá þeim fallegar, vandaðar og góðar. Þar sem ég ákvað nýlega að opna mitt Snapchat og leyfa fólki að fylgjast nánar með mér þá ákvað ég í samstarfi við Interia.is að hafa gjafaleik. Þar sem ég er alltaf að bralla eitthvað í eldhúsinu og finnst gaman að leyfa ykkur að fylgjast með eldamennskunni þá er gjöfin samkvæmt því en gjöfin er marmaraskurðbretti frá Pure Culture. Það er einfalt að taka þátt :

Continue reading “Minimo & Intería – Gjafaleikur”

Metingur milli mæðra

Flestar konur nú til dags sem verða óléttar, ganga í svokallaða “mömmuhópa”. Þar leita þær eftir stuðningi og að deila reynslu og tilfinningum með konum sem eru á sama stað og þær. Ég var í svona mánaðar hóp (sem sagt bara með konum sem voru settar í sama mánuði og ég) með Hólmgeir Loga, og Huldu Maríu og mér fannst voðalega notalegt að geta leitað til hópsins ef eitthvað bjátaði á, mig vantaði ráðleggingar eða til að deila gleði og tárum meðgöngunnar.
Continue reading “Metingur milli mæðra”

Einföld og holl pizza með hveitikímsbotni

Allir elska pizzu og sérstaklega börn. Það er alltaf spennandi að fá að velja sitt álegg sjálfur og þessi uppskrift gerir ykkur kleift að leyfa börnunum að hjálpa til. Pizzu botninn sjálfur er sérstaklega hollur, bragðgóður og saðsamur og það besta við hann er að það er hægt að krydda hann sjálfur eftir smekk.

Continue reading “Einföld og holl pizza með hveitikímsbotni”

Bláberjamuffins – uppskrift

Ég er búin að vera alla helgina á naglanámskeiði, en ég var að bæta aðeins við þekkinguna með því að læra á ný efni. Er búin að vera gera gel neglur lengi en er að bæta akrylnum við. Námskeiðið var törn og var ég í skólanum frá morgni fram til kl 18 og átti þá eftir að keyra heim í Njarðvík. Það sem ég þráði mest báða dagana var auðvitað að komast heim sem fyrst til að knúsa litla molann minn og eiga góða kvöldstund með strákunum mínum. En þar sem Fannar sofnaði svo snemma báða dagana ákvað ég að nýta tímann og skella í smá bakstur. Ég smellti í uppahálds muffinskökurnar mínar. Þessar muffins elska ég alveg, en þetta eru bláberjamuffins. Ég fann upskriftina á vafri mínu á netinu fyrir töluvert löngu síðan og hef gert hana nokkrum sinnum og þær svíkja aldrei. Langar að deila með ykkur uppskriftinni.

Continue reading “Bláberjamuffins – uppskrift”

Create a website or blog at WordPress.com

Up ↑

%d bloggers like this: