Search

Öskubuska.is

Móðurhlutverkið, heimilið og lífstíll

“Ekki mömmulegt”

Fyrir ekkert svo löngu síðan fékk ég óumbeðið álit frá manneskju sem ákvað að deila með mér hennar skoðun á útliti mínu og hvaða áhrif það hefur víst á hæfileika mína sem móðir.
Skilaboðin í heild sinni voru svosem ekki merkileg, en það sem mér þótti merkilegast var að manneskjan endaði skilaboðin á því að segja mér að það að vera með göt, tattoo og “furðulega” litað hár er sko ekki alveg það sem myndi kallast mömmulegt og að ég ætti aðeins að hugsa út í hvernig aðrir foreldrar myndu líta á þetta. Continue reading ““Ekki mömmulegt””

Að eiga barn með kvíða.

Öll könnumst við það að kvíða einhverju hvort sem það er próf eða atvinnuviðtal það er eðlilegt að kvíða ákveðnum hlutum. Sumir einstaklingar fá meiri kvíða en aðrir, það er þá yfirleitt kvíð sem hefur áhrif á þeirra daglegu rútínu. Continue reading “Að eiga barn með kvíða.”

Ragga Vader – Kynningarblogg

Komiði Sæl og blessuð.

Ragnheiður Guðmundsdóttir heiti ég og er nýr gestabloggari hér á vefnum.
Ég er kölluð Ragga og einnig þekkt sem Ragga Vader. Ég er 26 ára gömul, tattoo óð, forfallin Star Wars aðdáandi (og Darth Vader er í sérstaklega miklu uppáhaldi) og er nýbökuð móðir sem er að kljást við fæðingarþunglyndi. Gætu nokkrir þekkt mig útfrá opna snappinu mínu raggavader.
Continue reading “Ragga Vader – Kynningarblogg”

Hrekkjavökugleði!

Eins og þeir sem þekkja mig vita elska ég hrekkjavökuna, þetta eru jólin og afmælið mitt til samans og ég fæ bara ekki nóg af hrekkjavöku skreytingum og búningum!

Continue reading “Hrekkjavökugleði!”

Útiföt fyrir komandi vetur!

Núna eru flest börn byrjuð á leikskóla/dagmömmu já eða grunnskóla og þarf því að fara að huga að útifötum fyrir krílin okkar.
Ég vinn á leikskóla og fæ oft spurningu með hvaða útifötum,skóm og fl við starfsmenn mælum með.  Continue reading “Útiföt fyrir komandi vetur!”

Jól í skókassa

Núna er haustið komið í allri sinni dýrð, kvöldin orðin dimm og kalt er í veðri. Á þessum tíma byrja margir að hugsa til jólana og undirbúa þau. Ég byrja snemma hvert ár í mínum undirbúning, en mér finnst gott að dreifa kostnaðinum á nokkra mánuði og eiga desember frían frá nánast öllu stressi. Í fyrra voru fyrstu jólin mín með barn þannig að Fannar minn er að fara að halda sín önnur jól núna og langaði mig að finna einhverja góða hefð til að halda í, eitthvað sem við myndum alltaf gera í aðdraganda jólana. Ég er með margar hugmyndir og á eftir að framkvæma einhverjar þeirra, ef ekki allar, en ein hugmyndin finnst mér sérstaklega áhugaverð og falleg. Sú hugmynd kallast Jól í skókassa og er verkefni sem haldið er út af KFUM og KFUK.

Continue reading “Jól í skókassa”

Mars Ostakaka

Mér finnst ostakökur almennt ekki góðar. En þessa gæti ég borðað alla daga allan daginn.
Þessa uppskrift fann ég þegar ég var að vafra um á Pinterest, gjörsamlega féll fyrir henni og hef verið dugleg að setja í hana alveg síðan þá! Continue reading “Mars Ostakaka”

Uppkomið barn alkóhólista

Þegar þetta er skrifað eru 16 ár síðan faðir minn kvaddi bakkus(11.10.16). Orð fá ekki lýst hversu stolt ég er af honum. Fyrir 16 árum endurheimti ég föður sem ég aldrei átti. En ég var 13 ára þegar hann kvaddi bakkus og þakka ég fyrir það á hverjum degi.
En bíð ég í voninni að móðir mín finni ljósið en það er hennar að viðurkenna vandan.
Það að vera uppkomið barn alkóhólista getur haft í för með sér marga ókosti sem og kosti. Hér ætla ég að segja ykkur frá minni hlið.
Hæ, Ég heitir Stefanía Björg Jónsdóttir, ég er 29 ára og uppkomið barn alkóhólista. Continue reading “Uppkomið barn alkóhólista”

Fersk salsasósa

Ég gerði fyrir stuttu síðan ferska salsasósu inná snappinu mínu en þar sýni ég reglulega frá allskonar uppskriftum sem ég er að elda eða baka. Ég elska góðan mat og að prófa mig áfram í eldhúsinu. Salsasósan sem ég gerði sló rækilega í gegn og fæ ég ennþá spurningar í dag frá fólki sem er að biðja um uppskriftina. Ég ákvað því að setja hana hingað inn:

Continue reading “Fersk salsasósa”

Create a website or blog at WordPress.com

Up ↑

%d bloggers like this: