
Mig langar að deila með ykkur smá samverudagatali sem ég er búin að vera að dunda mér við að útbúa fyrir okkur fjölskylduna. Ég hef séð svona dagatöl oft áður og alltaf þótt þetta ansi skemmtileg hugmynd. Ég ákvað því í ár að setja saman svona dagatal þar sem notalegar samverustundir eru markmiðið.
Ég fann tré í Søstrene Grene sem mér fannst fullkomið fyrir dagatalið, ég ákvað að skreyta það aðeins og gera það enn jólalegra. Miðana sem ég skrifa samverustundirnar á og hengi svo á tréð fékk ég í gjöf frá Reykjavík Letterpress, en mér finnst þessir miðar vera alveg fullkomnir fyrir samverudagatöl.
Listann yfir samverustundirnar setti ég svo saman, en það er möguleiki að ég þurfi að rótera aðeins í dögunum þegar nær dregur, því sumt af þessu fer eftir veðri sem og Reykjavíkurferðum hjá okkur fjölskyldunni 😉
- desember – Skreyta jólatréð
- desember – Fylgjast með þegar kveikt verður á jólatrénu í Skrúðgarðinum
- desember – Baka smákökur
- desember – Spila
- desember – Fara með pakka undir tréð í Kringlunni
- desember – Búa til fuglamat
- desember – Fara á jólaleikrit
- desember – Búa til jólaskraut
- desember – Lautarferð út í skóg með heitt kakó og piparkökur
- desember – Kíkja í jólabúðina í Reykjavík
- desember – Búa til konfekt
- desember – Fara á jólaball
- desember – Búa til piparkökuhús
- desember – Föndra jólaskreytingu
- desember – Kíkja á Árbæjarsafnið
- desember – Fara á bókasafnið
- desember – Fara í jólaklippingu
- desember – Göngutúr með vasaljós
- desember – Lesa jólasögu
- Desember – Fara á kaffihús og fá sér heitt súkkulaði og piparkökur
- Desember – Skoða jólaljósin/skreytingarnar
- desember – Horfa saman á jólamynd
- desember – Þrífa bílinn
- Desember – Horfa á jólateiknimyndir
Ég var svo með nokkrar hugmyndir sem komust ekki á dagatalið í ár sem og hugmyndir sem henta okkur ekki en gætu nýst öðrum 🙂
- Hitta jólasveinana á þjóðminjasafninu
- Fá heitt kakó og smákökur í morgunmat
- Fara á jólamynd í bíó
- Gera jólagjafir handa ömmum, öfum, systkinum
- Fara á skauta
- Fara í ísbíltúr
Ætla að leyfa ykkur að fylgjast betur með dagatalinu okkar á Instagraminu mínu þannig að endilega fylgið mér þar – hildurhlin
Facebook Comments